Fylkir - 01.08.1916, Blaðsíða 5

Fylkir - 01.08.1916, Blaðsíða 5
FYLKIR. 5 8. Hvernig græða skuli upp holt og hlíðar íslands og gera það skógivaxið frá hafi til fjailabrúna, og nota steina þess, sand og leirtegundir langt um betur en nú er gert. 9. Hvernig bezt megi sameina krafta fslendinga hér á Iandi og tryggja landinu meiri viðskifti við Noreg og Svíþjóð að austan og Qræn- land, Canada og Bandaríkin að vestan. 10. Hverju beri að trúa, reynsluvísindunum og skynseminni eða æstum geðshræringum og heimskulegulegum þjóðsögum. 11. Hvað þjóðin eigi að gera fyrst. 12. Hvaða tíðindi hafi merkust orðið á þessu ári. 25. júlí 1916. Hring-sjá. Mannheimurinn, bústaður Ása, heimili lífs og hugar.*) »Eg virti fyrir mér þá þraut, sem guð hafði gefið mönn- unum til að reyna sig á.«**) »Prédikarinn« 3. kap. 10. v. »Eg hugsa, þess vegna er eg til.« Réne Descartes, í »La Methode.« »Lær maður sjálfan þig að þekkja og þennan heim. Rekking og elsku guðs ei gleym.« Alexander Pope í »Tilraun um manninn.« Útlegging síra Jóns Þorlákssonar. Alt, sem maður þekkir, hugsar eða reynir, heyrir til einhverju af þessu þrennu, heiminum, hugsuninni eða lífinu, eða einhverju tvennu *) Forfeður vorir skiftu alheiminum í þrent: Mannheim, Ásheim (Ooðheim) og Niflheim (Helheim) sbr. Eddalæren eftir Dr. Finn Magnússon, útg. í Khöfn 1823, 1. og 2. bindi. **) Eg rita reyna sig á, ekki »þreyta sig á«, því það er smekkleysa.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/182

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.