Fylkir - 01.08.1916, Side 9

Fylkir - 01.08.1916, Side 9
FYLKIR. 9 ingar eða himnar eftirfylgjandi hnatta: Mánans, sem er næstur jðrðu, þá Venusar, þá Mercurius, þá Sólarinnar, þá Marz, þá Júpiters og þá Satúrnus, sem allir snúast, að því er Aristóteles kendi, frá austri til vesturs, og þar fyrir utan himinhvelfing sólstjarnanna, sem einnig snýst, sagði hann, frá austri til vesturs kringum jörðina á hverjum sólar- hring. Eða snýst jörðin sjálf um möndul sinn einu sinni á hverjum tveim dægrum, 24 klukkustundum frá vestri til austur og gengur hún jafnframt kringum sólina eina umferð á hverjum 365 dögum og næst- um 6 stundum, og frá vestri til austurs, eins og Aristarkos, gríski vitr- ingurinn, kendi á þriðju öld fyrir Krist, og ganga efri og neðri (o: ytri og innri) reikistjörnurnar einnig kringum sólina, á vissum tímabilum, og í sömu átt eins og jörðin og snúast þær einnig allar í sömu átt, svo að ályktanir forn Egypta, Kaldea, forn Orikkja og Sínverja um gang þeirra og hreifingu himinhvolfsins frá austri til vesturs, sé eintóm mis- sýning, líkt og manni sýnist landið líða aftur fyrir skipið, þegar mað- ur siglir út eftir firði og meðfram ströndum, en skipið vera kyrt? Átján aldir líða frá dögum Aristarkusar og hálf 19. öld frá dög- um Aristótelesar þar til Evrópuþjóðirnar, og þó aðeins hinir vitrustu menn þeirra, einkum þeir Peurbach (1423) og Kopernicus 1473 — 1543, brutu fávizku og oftrúar hlekkina af sér, og aðhyltust þá skoðun, að sólin, en ekki jörðin, væri miðdepill sólkerfisins, og að jörðin ásamt tunglinu og öðrum reikistjörnum gengi kringum sólina. Einn merkur fræðimaður, ítalinn Qordiano Bruno, sem fylgdi kenningu Kopernicus- ar um gang jarðarinnar og reiki stjarnanna kringum sólina, var brendur á báli fyrir þessar skoðanir sínar árið 1600 í Róm. þ. e. fyrir rúmt 3 öldum síðan. En fáum árum seinna, 1610, voru sjónpípurnar uppfundnar, og Galilei, samlandi O. Bruno, lét smíða sér sjónpípu og athugaði sjálf- ur gang himinhnattanna og útbreiddi kenningar Kópernicusar, þrátt fyrir vanþóknun hinnar katólsku kirkju og fylgjenda hennar. Á hans dögum var stórmennið Jóhann Kepler uppi (1571—1631), sá er fyrst- ur manna sagði Iög þau, er allar jarðarstjörnur ganga eftir, og þar

x

Fylkir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/182

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.