Fylkir - 01.08.1916, Side 10
10
FYLKIR.
með sópaði á braut hinum þunglamalegu og torskildu heims-kenningum
fornaldarinnar frá Aristóteles (f322 f. K.) og Ptolemeus (f 150 e. K.) til hins
fræga Tycho Brahe (f 1601). Með þessu gaf Kepler störnufræðinni óhagg-
anlegan grundvöll. Sama árið og Oalilei lézt, árið 1642, fæddist Isaac
Newton, einn mesti stærðfræðingur heimsins. Árið 1685, þegar hann hafði
fimm um fertugt, fann hann með útreikningi og athugun lögmál það,
sem allir hnettir hlýða á rás sinni gegnum geiminn, sem hvert sand-
korn, er fellur til jarðar, hlýðir, — þyngdarlögmálið og ennfremur al-
deyfulögmálið.
Síðan Newton leið, alt til þessa dags hefur stjörnufræðin stígið
risa stig áleiðis með hverjum mannsaldri. Eigi aðeins hafa stórgáfaðir
menn, eins og þeir Halley og Wm. Herschel, Arago og Laplace, Gauss
og Leverrier, Bessels og Lockyer, Loomis og Newcomb, Clarke og
Flemmarion, ekki að nefna aðra, rannsakað himininn og útskýrt þau
lög, sem stjörnur tungl og vígahnettir og halastjörnur hlýða, heldur
hafa spekingar komið fram með nýjar tilgátur um uppruna himins
og jarðar, einkum vitringarnir Réné Descarte (1596—1654) Immanuel
Svedenborg (1688—1772) og Immanuel Kant (1724—1804).
Samkvæmt því, er R. Descartes skrifar í »Les principes« (Frum-
setningar), hafa himinhnettirnir myndast í geimnum, líkt og iður
myndast á straumi. Sólin er lukt ljósvaka iðu og reikistjörnurnar ber-
ast í henni hringin í kringum sólina, en hafa þó hver sína eiginlegu
snúnings hreifing og hreifast af sinni eigin orku.
Samkvæmt Kant hefur sólkerfi vort myndast af efnisþoku, sem
frá ómunatíð hefur sveimað í geimnum og fengið snúning vegna mis-
munandi þéttleika og hreifingar og um leið kjarna, er síðan varð að
sól. Utan um hana mynduðust gufuhringir, sem við snúninginn stækk-
uðu, slitnuðu og mynduðu svo hnetti, er urðu fylgistjörnur hennar, og
gátu sjálfir aftur minni hnetti eða tungl. Pessa tilgátu aðhyltist reikn-
ingsmeistarinn Laplace (1749—1827) og útskýrði frumsetningar kenn-
ingar þessarar, er hannreitsitt heimsfræga rit »La Mecanique Celaste«,
útgefið fyrst 1796, rétt á eftir stjórnarbyltingunni miklu á Frakklandi,
þá 47 ára að aldri,