Fylkir - 01.08.1916, Qupperneq 12

Fylkir - 01.08.1916, Qupperneq 12
12 FYLKÍR. og sálnareik (Spiritismus og Demonológi). íslendingar, bæði hér norðanlands og sunnan hafa fengið ofurlítinn forsmekk af þessháttar góðgæti á þessum seinustu árum, og margir hafa tekið því tveim höndum, en varla munu þó allir alveg ásáttir með þær útskýringar og frásagnir um eðli tilverunnar. En ætli allir geri sig ánægða með ályktanir einar og spakmæli, slíkra sem Blaise Pascals, stærðfræðings- ins mikla, og Huygens, vísindamannsins og vitringsins frábæra. Ætli þær þyki nógu sannfærandi, yndislegar og fallegar! Pascal segir: »Heimurinn er hringur, sem hefur miðdepil sinn alstað- ar og takmörk sín hvergi«; en Huygens varpar öndinni og segir: »Heimurinn er óendanlega margbreyttur og óendanlega stór». — Vitr- ingurinn og stærðfræðingurinn Leibnitz segir: Heimurinn er samsafn eininga, og frumeining þeirra er Guð. Hvað vitum vér svo um eðli tilverunnar, um upphaf alheimsins og hans tilgang? Eða hefir tilveran, alheimurinn nokkurt upphaf eða endir — fremur en takmörk í geimnum? Er hið óendanlega stóra og margbrotna ekki Iíka ævarandi? Hvergetur sett geimnum eða tímanum takmörk? Hver getur sett umbreytingum efnisins takmörk? Hafi geimurinn nokkur takmörk, úr hverju eru þau? Ef úr engu þá eru þau geim- ur, ef ekki úr engu þá stækka þau geiminn. Sé hinn sýnilegi heimur takmarkadur, inniluktur af efnislausum geimi, hlyti þá ekki hið sí-kvik- andi efni heimsins að streyma út í efnislausa geiminn og eyðast þar og verða að engu, innan takmarkaðs tíma, já, vera fyrir löngu upp- leyst og orðið að engu, svo fraint að heimurinn sé bygður (skapaður) af takmörkuðum fjölda ara og efna, sem ekki eru sjálf óendanlega breytileg. Allir muna orð Mristjáns skálds Jónssonar: »Alt sem hefur upphaf þrýtur, alt sem lifir deyja hlýtur.« Eg er ekki viss um það; en hitt held eg víst, að sé heimurinn takmarkaður að stærð, og geti aðeins tekið takmarkaðan fjölda um-

x

Fylkir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/182

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.