Fylkir - 01.08.1916, Blaðsíða 14
14
FYLKlft.
um til hiíunar, Ijósa og iðju, og um kostnað aflstöðva og viðhald. —
í þessum fyrirlestrum lagði eg það til, að Eyjafjarðar og Suður-Þing-
eyjarsýsla gerðu félagsskap með sér til að nota einn eða fleiri stórfoss-
anna í Skjálfandafljóti og byrjuðu að búa sig undir það nú á þessu ári
á meðan enn væri ráðrúm til þess fyrir útlendum »spekúlöntum« og
auðmönnum, sem ekki mundu lengi láta þessar afl-lyndir ósnertar, ef
vér færum ekki sjálfir að nota þær.
Eg skal geta þess hér, alþýðu til fróðleiks, að fyrirlestrar þessir
voru mjög lélega sóttir, svo Iélega að eg man ekki dæmi til, nema
þegar eg hélt forspjallið í fyrra sumar, í júlímánuði, um: hvernig ætti að
sigra kuldann og haflsinn, þá komu alls nitján manns. En þá
var ræðuskörungurinn, Haraldur Níelsson hér, og ungir og gamlir
höfðu ólíkt meiri hug á því, að heyra einn hinn mælskasta mann
íslands segja frá allskonar fyrirbrigðum úr »andans« heimi, t. d. frá upp-
vakningum frá dauðum, ferðum tvífara, sem hjöluðu við eldabuskur
jafnt og höfðingja, fóru inn um luktar dyr og kystu menn og kon-
ur sitjandi í stofum sínum eða liggjandi í rúmum sínum, og frá
sálum Iifenda, sem léttu líkamann, þegar þær fóru úr honum um 60
pund, og tala um svipi og »anda« sem skygnir menn sæu stundum hjá
veikum eða framliðnum manneskjum, sem oftast væru tengdir með
þræði við líkama þeirra, alt auðvitað til að hughreysta volaða og
styrkja þá í trúnni á lífið eftir dauðann, nl., að þeir lifðu áfram eftir
að líkaminn væri dauður og rotnaður. Pessar sögur og frásagnir mat
Akureyri ólíkt meira en nokkrar bendingar, sem eg gæti gefið henni um,
hvernig menn ættu að verjast einum hinum hættulegasta óvini lífsins,
kuldanum eða hafísnum.
í vor var enginn ræðuskörungur hér á ferð til að draga bæar-
búa, eins og leiðarsteinn dregur svarf, inn ræðusal Goodtemlara-hússins,
4 — 500 í senn eins og í fyrra sumar, ekkert »dularafl« til að dáleiða
þá eða svæfa sálir þeirra, svo þeir hefðu getað komið, ef þeir hefðu
viljað heyra orð mín. Etthvað fjórir tugir gerðu það líka ogkomuátvo
fyrstu fyrirlestrana, og á þriðja fyrirlesturinn komu um 60 manns —