Fylkir - 01.08.1916, Page 21

Fylkir - 01.08.1916, Page 21
FYLKIS. 21 Nei, eg ryð hér enga nýja braut nú, tíminn til þess er liðinn, Fyrir 22 árum hefði eg getað hjálpað til til að ryðja hér nýja og trygga braut, ef menn hefðu tekið mér þá ögn betur en hundi, og erindi mínu ögn betur en skrípaleik, en það gerðu þeir ekki. Og Akureyri hefir ekki heldur gefið því mikinn gaum, né þótt mikill fengur í að heimta mig af öræfum, því nú er komið stríð og nú er dýrtíð hér. En þrátt fyrir þessar daufu undirtektir hér á Akureyri, og þrátt fyrir þann óhug, sem grúft hefir yfir öllum sveitum hér í grend, en þó einkum yfir Hörgárdalnum, þar sem eg er borinn og barnfæddur, og þrátt fyrir það að sumir, alls ólærðir menn, hafi viljað kenna mér bæði málfræði og raffræði og gefið í skyn bæði í samtali og á prenti, að eg væri fremur orðhvatur og skreytinn, ekki að segja skrumari, þá vil eg nú samt enn þá einu sinni vekja máls á því erindi, sem eg flutti hér á íslandi fyrir rétt 22 árum síðan, þá fyrstur allra, nefnilega, að arðvænlegt yrði hér á íslandi, og auðvitað hvar sem líkt til hagar, að nota vatnsafl og vindafl til upphitunar, eldunar, Ijósa og iðju. — Eg geri það til að sýna og sanna, að eg hefi viljað og verið tilbúinn að vinna þjóð þessa lands ofurlítið gagn, og hef varið hálfri æfinni til þess, og svo til þess að þeir, sem hafa borið traust til mín og styrkt mig til þessa dags, skuli sjá, að eg læt ekki övild og álygar hindra mig eða hrekja frá þeirri leið sem eg valdi mér, og ennfremur til þess, að alþýða geti þar af séð ögn betur, hvaða þýðingu rafmagns- iðja hér á landi getur haft á framtíð hennar og frelsi. — Pess vegna rita eg eftirfylgjandi athugasemdir við ritgerðir þær, sem alþýða hefir trúað ólíkt betur en mér, og sem hún má trúa fyrir mér, og eins þá ályktun mína, að stjórnendur íslands og þess leiðandi menn verða að láta svo litið að byrja þar sem eg varð að hœtta við fyrir 22 árum síðan, kenna Reykjavík og öðrum kauptúnum hér á landi, sem ekki hafa enn haft hugrekki né dug til að nota afllindir þess til að ala elfíri til iðju, hita og ljósa, að gera það, ella verða íslandi og sjálfum sér til enn meiri skammar en eg hefi nokkurn tíma verið. Sé eg »ekkert« eða svo lítils virði, að orð mín séu ekki markverð-

x

Fylkir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fylkir
https://timarit.is/publication/182

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.