Fylkir - 01.08.1916, Side 22
22
FYLKÍR.
ari en hrafnakrúnk eða hundsgá, svo kennir yfirstandandi stríð alþýðu
samt, hvað kol og gas og annað útlendt eldsneyti kostar, og einnig hvers
virði það er þó að vita, hvernig nota megi vatnsaflið og vindaflið til
að ala ljós, vinnuafl og hita. Yfirstandandi ófriður kennir íslending-
um hér heima, betur en glymjandi ræður, að búa sig undir það, að
nota afi-lindir íslands, sem þeir hafa trassað að nota um síðustu 20 til
28 ár, að byrja strax að láta mæla aflið í fossum þess og ám, og
að setja sig í samband við útlend raf-fræðifélög til að koma hér upp
aflstöðvuin upp á landsins og ekki útlendra kostnað, því landið, þjóð-
in, á að eiga þær og njóta arðsins af þeim, þó útlendir fái að eignast
hér einstaka foss, og að reka hér iðnað um tiltekinn tíma. Ennfremur
ætti þessi óöld að vekja hugsandi menn hér á landi til að senda unga
og efnilega menn til útlanda til að nema þar gagnleg fræði, ekki
fagurfræði og bókmentir né guðfræði og þessháttar sögur, né á lista-
skóla til að læra söng og málverk, heldur á verkfræða-stofnanir og fjöl-
fræðaskóla, þ. e. tekniska háskóla, til að læra að reikna, smíða og
teikna, svo þeir geti beizlað fljót og fossa íslands að 5 til 10 árum
liðnum. Og til þess að koma sér upp dugandi verkfræðingum á þjóð-
in að verja í það minsta 20—30 þúsund krónum árlega til námstyrks
(stipendia) ungum og efnilegum mönnum, er stunda verkfræði við er-
lenda skóla. Sú upphæð er ekki einn hundraðasti hluti af því fé, sem
þjóð þessa lands (alþýða ekki síður en yfirboðnir) eyðir hér árlega til
ýmis konar óþarfa og skaðlegs munaðar; og fjárveiting þessi mundi marg-
borga sig innan 50 ára. Því séu fossar íslands teknir í vist og látnir vinna
eins vel og þeir geta, svo má græða upp sveitir þess frá fjöru til fjalls
og klæða hlíðar þess stórskógi, en láglendi þess og hólma kafgrasi, og
gera móa þess að túnum. Svo getur hér lifað 20 — 50 sinnum fleira
fólk en nú, nl. 2—5 milliónir manna í stað‘90 þúsunda, og þeir, sem
búa hér þá, verða ekki berklaveikir aumingjar né bilaðir ræflar, heldur
heilbrigðir og hraustir menn. Því ísland getur alið 4—5 milliónir
manna alt eins vel og írland, og þeir sem hér búa geta lifað alt eins
þýðingarmiklu lífi og alt eins vel eins og í New York, Lundúnum eða