Fylkir - 01.08.1916, Page 23

Fylkir - 01.08.1916, Page 23
FYLKIR. 23 París; bara mean kunni að rækta jörðina, nota sjóinn og að beizla aflið í fossum landsins og fljótum og beita því fyrir vélar. En til þess verður þjóðin að leggja nokkuð á sig og láta uppvaxandi kynslóð læra eitthvað annað en hégómlegan skáldskap, söng og málverk, þó það alt geti skemt, eða þá villandi og skemmandi hjátrúar rugl og heimsku, sem svo margir lesa nú og eyða æfinni til að lesa. Eg rita annars með ró og jafnaðargeði um þetta mál, því nú er þó hugur manna vaknaður fyrir aðal-velferðarmáli íslands, uppbyggingu þess og innlendum iðnaði; því þótt Reykjavík og Akureyri liggi enn afvelta, þá hafa þó Hafnarfjarðar-, Seyðisfjarðar-, Siglufjarðar og Pat- reksfjarðar-menn haft vit, hug og dug til að setja upp elfírisstöðvar hjá sér. Og Akureyri og Reykjavík koma líklega á eftir áður en mörg ár líða. II. Athugasemdir við greinar peirra Guðmundar Hliðdals rafmagnsfrœðings, Jóns Porldkssonar landsverkfrœðings og Porkels Porkelsonar kennara. Áður en eg get búist við að almenningur gefi nokkurn verulegan gaum að því, sem eg kann að rita eða segja um afúð í grend við Akureyri, og hvernig megi nota það, verð eg að sýna og sanna, eins vel og með orðum er unt, að sá kjarni erindis míns, að rafmagnið geti hér á íslandi orðið jafn ódýrt og hentugt til upphitunar íveru- húsa eins og aðrar orkulindir, sé ekki eintómur hugarburður eða loft- sjón, og að mótbárur þeirra, sem það hafa vefengt, eða því hafa mót- mælt, séu á röngum grundvelli bygðar og þvi ósannar. Pær ritgerðir, sem eg veit til að mæli á móti, að upphitun íveru-

x

Fylkir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fylkir
https://timarit.is/publication/182

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.