Fylkir - 01.08.1916, Qupperneq 30

Fylkir - 01.08.1916, Qupperneq 30
30 FYLKIR. þeir ekki næstum ótal, sem hafa hjáipað til að fjötra þennan Loka? En höf. heldur áfram með hrífandi mælsku og gefur í öðrum þætti greinarinnar prýðisljósa og lipurt orðaða skýring eða útlistun á því, hvað vísindamenn kalli orku (á útl. máli »energi«) það er vinnuafl, kraftur og heimsafl, og hvernig það getur komið fram í ýmsum og ólíkum myndum, t. d. þegar orka árinnar, læks eða fljóts vekur nið, hljóm titrandi alda, og einnig hitar vatnið sjálft — líkt og snjórinn elur hita sem bræðir hann í snjóflóði, — og getur snúið millum og unnið verk, eða hreift rafmagnsvél og alið Ijós, eða hitað suðuvél. Heimsaflið, sem hér starfar án afláts, er þyngdaraflið. Svo er og aflið sem hreifir loftið, þegar vindur blæs, þyngdaraflið, á eina hönd, en hitinn, er léttir það og gefur þenslukraft, á hina. Ljós er skýring höf. á því, hvað verkfræðingar telja 1 hestafl, nl. það afl, sem getur lyft 7V2 litrum (nl. 7V2 kg.) vatns 10 metra hátt á hverri sekúndu, þ. e. a. segja 75 kg. sek. metra afl, sbr. bls. 182, 3ja dáik. Og eins leikur höf. við fingur sinn, er hann skýrir frá hvernig orkan getur skift hömum og komið fram í ólíkum myndum, nl. breytt sér úr fossafli í hljóð, hita, ljós og líf, — sjá bls. 185 alt eftir vissum lögum og vissum hlutföllum. Á bls. 156 tilgreinir höf. helztu orku einingar, sem raffræð- ingar nota, með eftirfylgjandi orðum: »GrundvaIlar eining orku er 1 kilogrammetri, sem er það erfiði er útheimtist til að Iyfta einu kg. einn metra og er skammstafað kgm. hestafltími = 270000 kgm. hitaeining = 417 kgm. watt-tími = kilowatt-tími = hestaflstími = watt tími = kilowatt-tími= hestaflstími = kilowatt-tímis 367 kgm, 367000 kgm. 632 hitaein. 0,86 — 860 736 watt-tím. 0,736 kilowatt-t. 1,36 hestafl-t.«

x

Fylkir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/182

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.