Fylkir - 01.08.1916, Qupperneq 31

Fylkir - 01.08.1916, Qupperneq 31
FYLKIR. 31 Relta er svo Ijóst, að hver sjáandi maður mun geta skilið sam- hengið og hlutföllin milli þessara eíninga. — Aðeins ber þess að geta, að einingin, kilógrammetri, er ekki orkueining, heldur vinnu- eining; orkueining er kilógrammetri á sekundu; og svo svarar 1 hestafl rafurmagns ekki nú til vanalegu ensku afl einingnnni »horse- power* (hestafl), sem gildir 550 fet-pund á sekundu, heldur franska eimhest-aflinu (cheval-vapeur), sem gildir á við aðeins 500 fet-pund á sekundu, þ. e. á við 75 kgs. metra. Enska hestaflið, »horse- power* gildir fult tíunda hluta meira. En í »111. þætti* (á víst að lesasi II.) greinar J. Þ. finn eg ýmis- legt næsta athugavert, og bið lesarann að gæta þess vandlega með mér. Höf. svarar hér spurningunni: »Hvað þarf mikið afl til þess að framieiða nægilegt rafmagn handa einu heimili,« til ljósa á vetr- um til matreiðslu og til að hita híbýli manna. Eg á ekki svo mjög við það, að höf. telur á að það þurfi 25 16-k.ljósalampa fyrir hvert sæmilega stórt sveitaheimili, þ. e. sama sem 1 hestafl rafurmagns — það er nokkuð ríflega í lagt, en ekki beinlínis rangt. En eg á við hvað höf. staðhæfir, þegar kemur fram i 3. lið þessa þáttar, þar sem höf. ræðir um upphitun íveruherbergja með rafmagni, þá fer eg að lesa hægra og fægja gleraugun til þess að mér skuli nú ekki mis- sýnast og eg ekki lesi rangt, Þessi liður byrjar þannig: „Upphiiun íveruherbergja. Par eru mikil vandkvæði á að segja hve mikils afls er þörf, af því að stærð herbergja og hitunarþörf er svo afarmismunandi. Til sveita eru kröfur manna til upphitunar ekki miklar, og víðast hvar má komast af með að hita að staðaldri 1—2 herbergi. Rafurmagnsofna má gera færanlega, svo að þeir verði fluttir úr einu herbergi í annað og þess vegna mundi á flestum heimilum mega komast af með 1 ofn, en á stórum heimilum með tvo ofna, ef ofn- arnir eru í stærra Iagi og aflið svo mikið að ekki verði strax of kalt f herbergi þó ofninn sé fluttur um stund í annað herbergi. Eins og áður var getið fást úr hverju hestafli um 7 hitaeiningar á hveri mínútu til eldunar, og verða það 420 hitaeiningar á hverri

x

Fylkir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/182

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.