Fylkir - 01.08.1916, Síða 34

Fylkir - 01.08.1916, Síða 34
34 FYLKIR. afnota. En utn hitagildi brúnkola getur hver sem vill fræðst af töflum þeim, sem standa í 8. bindi sömu alfræðibókar bls. 1009. Hitamagn þeirra er frá 4300 til 6300 hitaein. alls; meðaltal þar af er 5300 h.e. Þannig reiknar þá hr. J. Þ. landsferkfræðingur hitagildi ofnkola 21!2 falt hœrra en vísindarit og tekniskar bækur gefa heimild til. Petta er ein ogfyrsta orsökin til þess að honum virðist rafmagnið ekki geta kept við ofnkol til hitunar. Önnur orsökin er sú, að hann telur á að éin hestafls-stund raf- magns verði að kosta 10—15 aura — eins og ómögulegt væri að selja það talsvert ódýrara hér á íslandi. Að þetta sé fjarstæða sést á því, sem eg hef áður ritað um verð rafmagnsins erlendis, nl. að það hafi verið selt í Lundúnum 1913 á 4 aura kwst., í Oöteborg 1911—12 á IV2—3 aura og í fyrra 1—2 aura kwst., en það er 5 —10 falt ódýrara en höf. til tekur og 15 falt ódýrara en hann heldur það geti orðið. Svo að af þessum tveimur osökum reiknast hr. J. P. rafmagnið 30—45 falt dýrara en það þarf að vera og getur orðið hér á íslandi ef vel og trúlega er unnið. Priðja orsökin til misskilnings hans, eða misgánings, í þessu efni er sú, að hann telur á að einungis 470 hitaeiningar fáist úr 1 hestafls- stund rafmagns, og er það merkileg vangá, því á 3. bls. 1. tbl. IX. árg. setur höf. sjálfur töflu, er sýnir afnot rafmagns til hitunar, og eins verð á ofnum, sem fylgir. »Hér kemur verð á nokkrum ofnum: Eyðsla, hestöfl. Gefur hitaein. á klukkust. Verð. 1 500 30-50 kr. 2 1000 40 — 60 kr. 3 1500 50-70 - 4 2000 60-80 - 5 2500 65-85 - Hér af sézt, að svo er talið til, að úr hverri hestafls-stund rafmagns fáist 500 hitaeiningar til afnota, þegar góðir ofnar eru notaðir; en það er 30 hitaeiningum meir en en hr. J. P. sjálfur telur mögulegt að fá,

x

Fylkir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/182

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.