Fylkir - 01.08.1916, Síða 36
36
FYLKIR.
metramál getur sjálfur reynt og vitað, hve margar teningsálnir eða
tenings metrar hús hans eða herbergi er að stærð, og um leið reynt
eða gizkað á hve miklum kolum eða þeirra jafngildi þurfi að brenna
til að hita það, segjum 15° C. á hverri klukkustund; meiri hita held
eg að þurfi ekki til jafnaðar á vetrum. Aðeins vil eg geta þess, að
þegar maður hitar loft, þá vermir 1 hitaeining 1 kg. lofts um fullar
4° á C„ því að eðlishiti lofts er tæplega V* af eðlishita vatns (nl.
0,2372); en 1 teningsmetri lofts vegur 1,3 kg., svo að til að verma
1 ten.metra lofts frá 0°-l° C. þarf 1.3X0,2375 = 0,37875, þ. e.
tæpl. s/8 eða rúml. V3 hitaeiningar. Ein hitaeining hitar því 1 ten.m.
lofts um 3° C. eða 3 ten.m. lofts um 1°C. Með öðrum orðum, til
að finna hve margar hitaeiningar þarf til að verma tiltekinn ten. m.
fjölda lofts um tiltekna stigatölu á Celsíus, skal margfalda ten. m.
fjöldan með stigatölunni og deila með þremur. Útkoman gefur hita-
einingafjöldan, sem þarf, svo framt ekkert af hitanum eyðist til að
hita veggina, gólf og rjáfur eða berist burt með loftinu um gáttir og
glugga; en þannig mun vanalega eyðast hálf til heil hitaeining á hvern
fermetra hliða, gólfs og rjáfurs, þegar kalt eru úti, fyrir hvert stig, sem
herbergið eða stofan er hituð; svo að til þess gengur tvöfalt til þre-
falt meira en til að hita loftið sjálft.
Þetta verður máske ljósara af eftirfylgjandi tölum: Til að verma
10 ten.metra lofts um 1 stig á Celsíus þarf að eins 3 hitaein., og til
að verma 50 tenm. lofts 1 stig þarf 15 h. e. Til að verma 50 tenm.
lofts um 15 stig þarf 225 h. e., og til að verma veggina gólf og
rjáfur, sem til samans eru 208 fer.álnir eða næstum 75 fermetrar, um
segjum 772 stig á klukkustund, þarf 562^2 hitaeiningu. Og segjum
að ennfremur eyðist helmingur þess, þ. e. 231 h. e. gegnum gáttir
og glugga, þá þarf alls um 1017 hitaeiningar. En þetta hitamagn
er álíka mikið og fæst úr 1 kilögrammi meðal ofnkola brendum
l miðlungs góðum ofnum, eða úr 2/3 kg. góðra ofnkola brendum
í ofnum sem gefa 25°lo hitans til afnota, eða álíka og fæst úr 2 h.afl-
stundum rafmagns. Tvö h.öfl rafmagns mundu því nægja til að hita
slíka stofu til sveita. Þar af leiðir að til að hita sveitabæi mun nægja