Fylkir - 01.08.1916, Síða 43
FYLKIR.
43
Uppfræðslan, nl. heimsvísindi, verkfræði og hugspeki, verið trúr
og áreiðanlegur leiðarvísir á veginum til heilla, velmegunar og sælu;
en góður agi og sívakandi sjálfstjórn eru jafn nauðsynleg sem þekking.
Án aga lærir maðurinn ekki að ganga sigurbraut lífsins, og án sið-
ferðislegs ágætis og dugnaðar verður engin þjóð mikil né farsæl.
Uppfræðsla án góðs siðferðis er verðlaus, líkt og stimpill á verðlaus-
um málmi.
Vilji því alþýða íslands, að uppvaxandi kynslóð verði öðrum sam-
tíða mönnum fremri að ráðdeild, skírlífi og trúmensku, svo verður
hún að sjá svo til, að synir hennar og dætur njóti ei aðeins betri
upyfræðslu heldur og strangari aga og meiri um-önnunar en hingað
til. Geri hún ekkert til að vernda unglingana fyrir áhrifum sívaxandi
spillingar, hvort heldur af munaði, flysjungs-skap og fordild, eða af
svalli, saurlifnaði og skreitni, sem eru svo auðlærð í hverjum kaupstað
og sjóbæ, og sem svo^margar skáldsögur, skemtiblöð og bækur hjálpa
nú til að útbreiða, svo á þessi þjóð enga aðra framtíð vísa en að
deyja líkt og grasið fyrir ljánum, eða blómið, sem fölnar á einni hélu-
nótt. En maðurinn er meira en blóm. Og þjóðin er meira en mað-
urinn. Hún á að lifa um aldir.
Takmark uppeldisins á að vera, að undirbúa unglingana undir lífs-
ins starf og stríð, svo þeir verði dugandi og heiðarlegir menn og góð-
ar konur, hver eftir því, sem gáfur og kringumstæður leyfa, og til þess
þarf uppfræðslan að vera verkleg og siðferðisleg ekki síður en »and-
leg« eða bókleg.
Strangur agi og vakandi umönnun eru jafn nauðsynleg unglingum,
eins og góð lög og réttvís stjórn eru fyrir fullorðna; en án laga og
réttvísrar og dugandi stjórnar getur engin þjóð þrifist.
Réttur og réttarfar.
Réttur er lög eða lögmál, sem hefir uppbygging og verndun lífs-
ins fyrir augnamið og gagn og gæfu allra fyrir takmark.
Óréttur er brot móti þessu lögmáli, eða þessum lögum.
Frumatriði lögfræðinnar (mannréttindanna) eru því jafn Ijós og á-
byggileg eins og frumatriði tölvísinnar eða stærðfræðinnar, og geta orðið
jafn ljós og auðskilin, þegar þau eru glögt og greinilega skýrð. (sbr.
hina ágætu bókAhrens: »Le droit naturel*, þ. e. frumréttindi eða réttur).
Réttarfar er, þar á móti, breytni dómara og tilraunir dómstóla til að