Fylkir - 01.08.1916, Qupperneq 44
44
FYLKÍR.
framfylgja þessu lögmáli í öllu sem framast má, og úrskurði þeirra og
dóma getur maður séð að öðru hverju, í blöðum og skýrslum, sem
lands-stjórnin gefur út árlega.
Síðastliðið ár hafa fáir opinberir glæpir flekkað skjöld og skrúða
íslands. Glæpamenn, sem hér hafa verið skrásettir, eru ekki mjög margir.
Stórþjófar, morðingjar, hórkarlar, lygarar, flysjungar (Svindlarar)
og landráðamenn hafa verið fremur sjaldsénir gestir hér á íslandi þetta
ár enn sem komið er, og óvíða hafa þeir og fylgjur þeirra, fordæður,
dansióur og dækjur flutt banvæna sjúkdóma, örbirgð, svall og svívirð-
ing með sér. Enda gæta menn nú síður að smá-glæpum, þegar stór-
glæpir megin þjóða Evrópu formyrkva allan hinn mentaða heim, svo
varla sér til sólar.
Ófriðurinn mikli.
Danir eru vanir að kalla ófrið þann, sem nú geysar yfir Norður-
álfuna, »Verdens Krigen«, þ. e. heims-orustuna, (sbr. blaðið »Krig og
Fred«) og vel má vera að það sé eða verði réttnefni.
Ressi styrjöld, sem nú hefir staðið yfir hvíldarlaust í meira en 2
ár (25 mánuði) milli helztu ríkja Norðurálfu (nú 7 talsins) og 5 — 6
smærri velda, og altaf haidið um 300 miljónum manna undir vopn-
um, en sigað 15 — 30 miljónum hraustustu og duglegustu manna fram
á vígvöllinn til að brytja hver annan þar niður, er vitanlega hið lang-
ógurlegasta stríð, sem enn hefir verið háð, og um leið hið óþarfasta
og ósæmilegasta fyrir alla, sem við það eru riðnir, og því skaðlegra
verður það sem það varir lengur.
Stríðið var óþarft en þó óumflýjanlegt; óþarft vegna þess að jörð-
in getur alið 20 sinnum fleira fólk en nú lifir á henni, svo ekki þurfti
að blása þjóðunum til atlögu til að skera niður vegna matar skorts; en
það var óumflýjanlegt vegna þess, að allur þorri öreiganna æskti stríðs,
og auðkýfingarnir voru líka leiðir á þrasi þinganna, og kusu að láta
vopnin skera úr þrætum; það var fyrirhafnarminna fyrir þá, en að finna
upp nýja útvegi og nýjar lagabætur.
Annars er yfirstandandi styrjöld nokkurskonar brjálun, sem komið
hefur á stórþjóðir Európu meir enn smáþjóðir hennar hér nyrðra, og
það af því, að stórþjóðirnar höfðu bergt of mikið á eitur-méði óhófs,
ofríkis og saurlifnaðar og mist stjórn á sjálfum sér; en auðvaldarnir og
okurkarlarnir, sem hafa gullið fyrir guð, leyfðu þjónum sínum og út-