Fylkir - 01.08.1916, Side 46

Fylkir - 01.08.1916, Side 46
46 FYLKIR. sitt á vexti og draga rentur af því, svo margfaldast eignir hans, já, geta hundrað-faldast á hverri öld; og á tiltölulega stuttum tíma getur sú auð- legð, ef hún gengur að erfðum, orðið svo mikil að öll jörðin getur ekki goldið rentur af henni með vanavöxtum, þótt hnötturinn væri allur úr skíru gulli. Lánveitandi verður þá, þegar svo er komið, að gera annaðhvort, gefa upp skuldina eða lækka renturnar, svo að þær verði hverfandi stærðir; ellegar í þriðja lagi krefjast þess, sem jörðin sjálf getur ekki gefið. Parf að taka það fram, að rentulögin, eins og þau eru nú, eru ranglát í eðli sínu og alveg óhafandi af þeirri einföldu ástæðu, að þau eru óuppfyllanleg. Eitt hið þarfasta verk, sem lögspekingar þessara tíma gætu æft sig á, er að bæta rentulögin, svo að þau verði ekki hinum siðaða heimi lengur til minkunar og bölvunar. Hinar afar-þungu álögur, sem hvíldu á stórþjóðunum áður en stríðið hófst, einkum Frökkum, þar sem útsvörin af þjóð-skuldinni námu 30 frönkum á mann árlega, voru ekki minsta orsök til hinnar almennu óþreyju þar í landi og vígamóðs, sem hleypti stríðinu af stað, hvað svo sem blöð og tímarit segja um ofmetnað Rýzkalands keisara og þeirra miðveida-manna. Allir vissu að fjárstaða þjóðarinnar var að verða ó- möguleg, en enginn hafði djörfung, vit eða stilling til að leggja það fumvarp fyrir þingið, að rentu-Iögunum skyldi breytt þannig, að tím- inn sem þjóðskuldir bæru rentur, væri takmarkaður, eigi aðeins fyrir nýjar skuldir, heldur einnig gamlar, þannig, að þegar hið borgaða rentufé næmi, segjum ferfaldri skuldar upphæðinni, þá væri skuldin sjálf þar með afmáð. Nei, lögfræðingar og stjórnmála garpar Frakka með jafnaðarmenn sér við hlið, reyndu heldur að leggja á hækkandi tekju- skatta, líkt og Danir, en láta rentulögin með okur-klausunum og eilífð- ar-skuldunum standa! Prátt fyrir hina miklu sturlun, sem þetta stríð hefir fært yfir Evrópu, og hina ó útmálanlegu eymd, sem því hlýtur að fylgja fyrst um sinn, þá er þó vonandi, að þegar stríðinu loks linnir og þjóðirnar fara að gera upp reikninga sína við gullvaldana, marg-miljarda eigendurnar, þá gleymi þær því ekki, að sú gamla og góða regla, sem gullvaldarnir og lögspekingarnir, þjónar þeirra, hafa fyrir löngu samið og sett upp- finnurum og rithöfundum til eftirbreytni, nfl. að mega njóta arðsins af uppfindingum sínum og ritsmíðum aðeins um 50 ára tímabil, œtti að gilda eins fyrir gullvaldana sjálfa.

x

Fylkir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/182

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.