Fylkir - 01.08.1916, Síða 48

Fylkir - 01.08.1916, Síða 48
48 FYLKIR. okkar strengdi þess heit að byggja þetta land og aldrei aftur snúa fyrr en vér hefðum rutt oss sæmilega sigurbraut, og ættum heimili meðal þar-lendra manna. Pað var einnig mitt áform þá; því hér á Islandi hafði mér snemma fundist mér vera ofaukið, fékk líka stundum að heyra að svo væri, þegar eg þótti ódæil. Og svo hafði mér fundist hér alt of þröngt — ekki nógu víðsýnt — þótt eg sæi hér út á hafið af hlíðarbrúnum og háfjöllum. Og allur fjöldi okkar hefur haldið það heit, og ekki komið aftur, fyrr enn þeir höfðu reist sér þar bú. Enginn, það eg til veit, hefir flúið eða látið hættur telja sér hughvarf, og fá- einir hafa rutt sér þar fagrar sigurbrautir. Fáeinir hafa komið aftur úr þeim hóp; eg tala hér ekki um Vest- urfara agenta eða þeirra útsendara, sem hafa viljað leiðbeina vinum og ættingjum þangað, heldur um þá, sem hafa aðeins komið hingað til að sjá enn einu sinni okkar gamla, fagra og djúp auðuga ísland, líkt og börn leita ætthaga sinna aftur. En sjálfur hef eg komið hingað án þess að efna mitt fyrsta heit, — því eg vildi sjá landið, sem eg unni mest, þó ekki hafi það ætíð verið mér bezt. Eg veit hvers vegna. Og eins kom eg í þetta þriðja sinn, ekki af ótta fyrir dauðanum, — hann getur fundið mann alt eins vel á íslandi eins og í París — heldur af þvf að eg átti hér ættingja og gamla móður á lífi, og svo vakti fagurt móðurmál | og mjöll á engjarósum, og æ-starfandi alheims sál | í ám og norðurljósum, mér í hug, og heillaði mig til sín frá fegurð og mannvirkjum Frakklands. Og nú þegar eg nota þessar hvíldar stundir, sem ekkert land nema ísland getur gefið, til að rita ögn til íslendinga hér heima, um æsku- vini mína, fossana og fljótin, og fjársjóðina miklu, sem ísland á til og geymir komandi öldum, þegar eg nota þetta fagra mál, sem mér þykir allra mála fegurst (þrátt fyrir ýmsar afbakanir og margar smekkleysur) til að vekja hugi manna af dvala og til að benda á nýja vegi og ný störf og nýtt tímabil fyrir land og lýð, svo má eg ekki gleyma að senda Vestur-íslendingum, einkum forn-vinum þeim, er stóðu mér við hlið, þegar eg var að stofna Heims-kringlu, fyrir rétt 30 árum síðan, mínar beztu og björtustu heillaóskir og þakkir, fyrir að hafa hjálpað mér til að leggja einn stein í sigurboganum, sem skal brúa hafið milli Vesturheims og íslands. Eg vona að Vestur-íslendingar teljl 5. og 6. september meðal merkis daga sögu sinnar, líkt og íslendingar hér á Fróni halda upp á 2. ágúst, og 17. júní.

x

Fylkir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/182

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.