Óðinn - 01.07.1925, Page 16

Óðinn - 01.07.1925, Page 16
64 ÓÐINN Nína Sæmundsson. í sumar keypti Listvinafjelagið í Reykjavík myndina »Móðurást«, sem hjer er sýnd, af Nínu Sæmundsson myndhöggvara. Dvaldi N. S. hjer um tíma í sumar og kom með myndina. — N. S. hefur á síðari árum dvalið í París. Þar var þessi mynd sýnd í vetur sem leið, og fjekk mikið hrós. Myndin kostar, steypt í bronse, 9000 kr. og hefur Listvinafjelagið fengið loforð um nokkurn hluta kostnaðarins frá Alþingi. Ekki er enn ákveðið, hvar myndinni muni valinn staður, en sagt, að það muni verða á hinum væntan- lega Landsspítala. Óðinn flutti 1918 mynd af N. S. og fyrsta mynd- höggvaraverki hennar, sem verulega athygli vakti, en það var: Sofandi drengur. Síðan hefur hún leyst af hendi mörg verk og farið víða um lönd. Hún hefur verið á Italíu, á Spáni, suður í Marokkó og víðar. En myndhöggvaranámið stundaði hún í Kaupm.höfn. Nína Sæmundsson er ættuð austan úr Fljótshlíð og þar upp alin. — Kom hún nú í sumar til æsku- stöðvanna eftir margra ára úíivist. Sl Það glaðnar til. Hypjast til háfjalls hjelugráir læðubólstrar á logn-morgni; — glens-miklir geislar glaðrar sólar gjöra þeim óvært á undirlendi. Svo dreyfast og dvína döggvum slungin harmský, er huldu hugar-ljós. — Lyfta nú ljúfir ljósgeislar vorsins hugsandi anda til hásala guðs. Fnjóskur. Nína Sæmundsson: Móðurást.

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.