Óðinn - 01.07.1925, Page 30

Óðinn - 01.07.1925, Page 30
78 ÓÐINN * dáin 18. febr. 1917, Halldór f. 19. apríl 1907 og Pjetur Stefán f. 12. maí 1911 í Hamborg. Björg sál. var væn kona að áliti, björt yfirlitum og skifti vel litum, í hærra lagi á vöxt og íturvaxin, tíguleg og röskleg í fasi; hárið var mikið og fagurt, bjart í æsku, en dökknaði með árum. Hún var alúð- leg og látlaus í viðmóti, kát og skemtileg í viðræðu, einörð og ákveðin í skoðunum, drenglynd, trygglynd og örlynd. Húsmóðurstörf sín rækti hún með árvekni, skörungsskap og lægni, og kunni góð skil á öllu, er að þeim laut. Var heimili hennar til fyrirmyndar um reglusemi, þrifnað og alla góða háttsemi. Hún var góð og umhyggjusöm eiginkona, ástrík og fórnfús móðir. Almennum málum fylgdi hún með áhuga og skilningi, unni öllum nytsömum fróðleik og naut þess alls vel, sem hún varð áskynja, hvort heldur af bók- um, eða í viðræðum, enda var hún úrræðagóð um hvað eina, sem til hennar ráða kom. — Það er mikill missir að slíkum konum, og sárt að sjá henni á bak. — Guðrún ]örgensdóttir var fædd á Asi í Fellum 2. júlí 1884. Foreldrar hennar eru hin nafnkunnu merkishjón: ]örgen Sigfússon (bónda að Skriðu- klaustri, Stefánssonar prests að Valþjófsstað, Arna- sonar prófasts Þorsteinssonar að Hofi) þá bóndi að Ási, og kona hans Margrjet Gunnarsdóttir (bónda að Brekku í Fljótsdal, Gunnarssonar), og er hún ein hinna mörgu Brekkusystkina, og eru nú að eins á lífi, auk hennar, Gunnar H. Gunnarsson hreppstjóri á Ljótsstöðum í Vopnafirði og Sigurður Gunnarsson fyrv. prófastur í Stykkishólmi. Guðrún ólst upp á heimili foreldra sinna og naut hins besta uppeldis. Það mun hafa verið 1893, sem hún fluttist með for- eldrum sínum að Krossavík í Vopnafirði. Haustið 1902 tók hún próf upp í 4. bekk Kvennaskólans í Reykjavík, og lauk þar prófi vorið eftir með góðum vitnisburði. Eftir það var hún um nokkur ár við far- kenslu í Vopnafirði á vetrum og leysti það starf vel af hendi, en hafði jafnan heimili sitt í foreldrahúsum. — Sumarið 1911 hinn 8. júní giftist hún eftirlifandi manni sínum Árna Steindóri Kristjánssyni (Árnasonar bónda og hreppstjóra í Hvammkoti í Seltjarnarnes- hreppi, Björnssonar prests að Þingvöllum, Pálssonar prests að Þingvöllum, en móðir Steindórs er Stefanía ]óhanna Stefánsdóttir ]ónssonar, Stefánssonar bónda að Egilsstöðum í Vopnafirði), þá bónda á Skjalþings- stöðum í Vopnafirði, og bjuggu þau þar til vors 1918, er þau fluttust að Syðrivík í sömu sveit, næsta bæ við Krossavík, og andaðist Guðrún þar 24. apríl 1923. Banamein hennar var hjartasjúkdómur. ]arðar- för hennar fór fram 5. maí 1923, að viðstöddu miklu fjölmenni. Þau hjónin eignuðust þrjú börn og lifa þau öll móður sína: Ingibjörg fædd 9. apríl 1912, Stefanía ]óhanna f. 18. júlí 1913 og ]örgen Gunnar f. 11. marts 1915. Heilsulítið ómálga barn tók hún til fósturs og annaðist það með ástúð og umhyggju- semi eins og sín eigin börn. Guðrún sál. var gerfileg ásýndum, nokkuð há vexti, fremur feitlagin. Hárið var jarpt, talsvert hrokkið, andlitið skarplegt, brosið hlýtt, svipurinn hreinn og djarflegur og lýsti festu í skapsmunum samfara and- legri göfgi. Hún var látlaus í framkomu, tíguleg í fasi, alúðleg í viðmóti, ræðin, skýr og skemtileg. Hún var gædd mjög góðum gáfum, hafði skarpa dómgreind, gott minni, las jafnan mikið, enda var hún fróð um flest, einkum ættfróð með afbrigðum. Hún hafði talsverðan áhuga fyrir almennum málum og fylgdist vel með þeim. Hún var vel að sjer til munns og handa, fjölhæf í verki, starfsöm og mikil- virk. — Heimili hennar var jafnan fjölment og bar ljósan vott um gestrisni og skörungsskap húsmóður- innar. Starfsemi, myndarskapur, reglusemi og hrein- læti var þar í besta lagi, enda var það talið eitt hið mesta myndarheimili sveitarinnar. Vopnfirðingur. SL Dr. Björn Bjarnarson frá Viðfirði. Engann vissi jeg orðasnilling annan fremri á voru láði; skín í andans hárri hylling hann, sem margur þekti’ og dáði. Ritmál hans sem rastarflæði rennur fram með þungum straumi. Átti gnægð af festu’ og fræði flughá sál í vökudraumi. Helrún dauðinn honum risti, — herti’ að brjósti sjúkdóms-okið. ísland manninn átti, — og misti áður en hann fjekk störfum lokið. Pjetur Pá/sson. SsL

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.