Óðinn - 01.07.1931, Blaðsíða 4

Óðinn - 01.07.1931, Blaðsíða 4
52 ÓÐINN Hann var aðalhvatamaður þess að£fá mælda innsiglinguna inn á Hvammsfjörð og verslun í Búðardal, og þegar Torfi Bjarnason skólastjóri í ólafsdal stofnaði kaupfjelag Dalamanna, þá varð hann einn af fyrstu stuðningsmönnum þess, enda voru kaupfjelagsfundirn - ir oftast haldnir á heimili hans, með- an hann lifði. Af því Hjarðar- holt lá í þjóðbraut var þar oft gest- kvæmt og taldist svo til, að nær hefði numið þúsundi af næturgestum yfir árið þegar flest var, og fjekst oft lítið í aðra hönd að þeirra tíma sið. En um gestrisni heim- ilisins vottar Jóh. L. Jóhannesson i líkræðu sinni með þessum orðum: »Hann var hinn inndælasti gestgjafi, sem unt er að finna á landi þessu, sem þó er heimkynni hinnar glaðværu, hjartanlegu og fölskvalausu gest- risni. Jeg veit vel að þessi staður — Hjarðarholtj'— var stórfrægur í forn- öld á dögum Ólafs páa, og svo einnig oft síðar, en ekkert er fjarlægara helgum sannleik, en að segja að frægðarljós þessa staðar hafi nú slökkn- að undir stjórn þessa aldraða göfugmennis, en þetta hefur þó einn miður góðgjarn landi vor í Ameríku látið fara úr sínum penna. Sannindin eru þau, að snildarbragð og lofstír þessa staðar fyrir gestrisni og áhugasaman kristindóm með kærleiksanda hefur í tíð þessara hjóna flogið um allan þennan landsfjórðung, og enda miklu viðar, meir en nokkru sinni áður í sögunni«. t*ó faðir minn væri svo að segja alinn upp hjá Gisla lækni Hjálmarssyni mági sínum, og hefði þar fengið töluverða þekkingu á lækning- um og hefði allajafna meira af húsmeðulum en aðrir stjettabræður hans, vildi hann aldrei gefa sig við lækningum, en barðist fyrir því að fá lækni í sýsluna, og er það loks fjekst, bygði hann honum Hrappsstaði, hjá- , leigu staðarins, svo hann gæti verið sem næst miðju hjeraðsins. Að sveitamálum og öðrum innan- hreppsmálum vildi hann að bændur ynnu sjálfir, en studdi þá með ráð- um og dáð og t. d. reikningsfærslu, því hann var ágætur í reikningslist.1) Hann var einn af stofnendum spari- sjóðs Dálmanna og gjaldkeri hans með- an honum entist aldur. Faðir minn var ekki framgjarn maður; af brjefum frá vinum hans, t. d. Einari Ásmunds- syni i Nesi, Eiríki Briem og fleirum, hef jeg sjeð að hann hefur verið hvattur til að bjóða sig fram til þingsetu, en hann fjekst aldrei til þess. Aftur á móti beitti hann áhrifum sínum á vini sína meðal þingmanna til fram- gangs áhugamálum sínum. Bannig var það fyrir áhrif frá honum að akbrautin yfir Fagradal, frá Reyðarfirði til Hjeraðs, var þegar í vegafrum- varpi sjera Jens Pálssonar tekin í tölu akvega. Jeg man vel að sjera Jens bar vegafrumvarp sitt undir álit föður míns, sem likaði það vel og 1) Hann var bekkjarbróðtr Magnúsar Stephensen landshöfðingja og er þeir útskrifuðust vóru peir tveir einir sem gátu leyst að fullu staerðfræðisprófið. ' Guðlaug Jónsdótlir.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.