Óðinn - 01.07.1931, Blaðsíða 21
ÓÐINN
69
ætti að vera: fastliga eða fastla, sbr. Atla-
kviðu 18. er.:
Fengu þeir Gunnar vin Borgunda
ok i fjðtr settu ok bundu fastla.
1 Lex. poét. ritar Sveinbjörn orðin »gim<a og
»fastan« í einu orði = gimfastan (lýsingarorð)
og þýðir það: eldtraustan (igni resistens) sbr.
danska orðið: ildfast. »Gimfastr« álítur Svein-
björn að merki steðjann (incus) eða stein þann,
er Völ. lúði gullið á, og þýðir stað þennan
þannig: »Hann (V.) sló rautt gullið á steðjanum«.
1 handritinu mun »gim« og »fastan« vera ritað
í einu orði, og styður það skýringu Sveinbjarnar.
— Sveinbjörn segir og, að gimfastr geti ef til
verið = ginnfastr (þ. e. mjög traustur) og átt við
stein eða steðja. Sbr. Engilsaxnu: »ginfæst«.
Helgakviða (Hrímgerðarmál 7. er.)
7. orð: i þverst.
Pú varst hála ræsis rekka
fyr hildings skipum vildir Rán gefa,
ok látt í fjarðar mynni fyrir; ef pér kæmit í þverst þvari.
Finnur skýrir orðin: »í þverst« í siðustu ljóð-
línu = þverast í gegn. Sveinbjörn skýrir orð
þessi nákvæmlega eins. Á hinn bóginn er næsta
líklegt, að á þessum stað sje átt við holdlag
það á hvölum, sem er innan spiks og rengis
og nefnt er »þvest« (hvalkjöt) sbr. þvestslitti i
7. erindi Grettlu. Ritháttur handritaskrifara var
áður fyr mjög á reiki og getur því á stað þess-
um verið átt við hvalkjöt (þvest), þótt r sje
skotið inn í orðið. Þess ber og að gæta, að móðir
Hrímgerðar lá í hvalslíki í fjarðarmynni fyrir
skipum Helga (sbr. svar Hrímgerðar 8. er.) og
hefði grandað honum og mönnum hans, ef hann
hefði ekki veitt henni svöðusár með brynþvar-
anum alt í þvestinn, þ. e. holsár.
Geta má þess einnig, að dr. J. Fritzner ritar
orðið »þverst«, en ekki »þvest«, og má af þvi
draga þá ályktan, að hann skilji orðin »í þverst«
á þessum stað um svöðusár inn úr spiki og
rengi inn í kjöt.
Goðrúnarkviða 1. er. 8. orð: hjúfra.
Ár vas þat’s Goðrún
gerðisk at deyja,
er hón sat sorgfull
of Sigurði;
gerðit »hjúfra«
né höndum sláa
né kveina umb
sem konur aðrar.
Finnur skýrir ekki sagnorðið »hjúfra« og hefði
þess þó verið nauðsyn. Orð þetta má heita fallið
Bjarni Jónsson dómkirkjuprestur.
Hann átti fimtugsafmæli 21. október í haust og hefur
veríð prestur við dómkirkjuna hjer yfir 20 ár, vígðist
þangað 26. júní 1910,
en guðfræðispróf
við Kaupmannahafn-
arháskóla hafði hann
lokið 1908 og verið
síðan skólastjóri á
ísafirði þangað til
hann vígðist. Hann
er fæddur og uppal-
inn hjer í bænum, og
sem prestur er haan
hjer mjög vel látinn,
og kom það skýrt
fram áfimtugsafmæli
hans, hve mikilla
vinsælda hann nýt-
ur hjá söfnuði sín-
um. Mynd af hon-
um hefur áður ver-
ið í Óðni, í septem-
berblaðinu 1917, og ritaði sjera Friðrik Friðriksson þar
um báða dómkirkjuprestana í Reykjavík.
brott úr nútíðarmáli. Sveinbjörn leggur það út
= gráta (flere), og vitnar í gotneska sagnorðið:
hjufan (plorare) sbr. heofyan (gráta) á Engil-
saxnesku. Hann kveður og sagnorðið »hjúfra«
vera enn til í daglegu máli, og merkja það, er
smáýrir úr lofti (sallaregn). Jeg hef að eins einu
sinni heyrt orð þetta notað hjer í Skagafirði, er
logn og sallaregn var á. Er jeg var lítill drengur
heyrði jeg eitt sinn gamla kerlingu segja í smá-
úðaregni: »Himininn hjúfrar«. Jeg spurði hana
í fávísi minni, við hvað hún ætti. Sagði hún þá:
»Himinn grætur«. Bæði til forna og nú á tímum
hefur verið litið svo á, að himininn gráti, er
rignir sbr.:
Jón Thoroddsen:
Sortuar þú, ský!
suðrinu í
og síga brúnir lætur;
eitthvað að þjer
eins og að mjer
amar, jeg sje þú grætur.
Ragnars saga Loðbr. bls. 52:
Par báðu standa
meðan strönd þolir
mann hjá þyrni
ok mosavaxinn;
nú skýtr á mik
skýja gráti,
hlýr hvárki mér
hold né klæði.
Goðrunarkviða 13. er. 9. orð: vengi.
Svipti blæju ok vatt »vengi«
af Sigurði fyr vifs knéum: