Óðinn - 01.07.1931, Blaðsíða 1
OÐINN
7.-12. BLAÐ 1ÚLÍ-DESEMBER 1931 XXVII. ÁR
Elliheimilið Grund í Reykjavík.
[ Elliheimilið Grund.
Eitt af hinum stærri menningarsporum, sem
stigin hafa verið hjer á síðustu árum, er stofn-
un hins stóra og vandaða Elliheimilis í Reykja-
vík. Það var vigt 28. september 1930 og er eitt
af myndarlegustu stórhýsum þessa lands. Sá
maðurinn, sem mest og best hefur beitt sjer
fyrir því, að koma þessu húsi upp, er cand.
theol. Sigurbjörn Á. Gíslason, og er hann for-
maður nefndar þeirrar, sem framkvæmd verks-
ins hefur hvílt á og nú hefur á höndum for-
stöðu heimilisins, en í þeirri nefnd eru, auk
hans, Fiosi Sigurðsson trjesmiður, Haraldur
Sigurðsson fyrv. verslunarmaður, nú forstjóri
heimilisins, Júlíús Árnason kaupmaður og Páll
Jónsson kaupmaður. Hafa þessir menn lengi
unnið saman, af mikilli ósjerplægni, að því veg-
lega marki, sem þeir nú hafa náð.
Pessi 5 manna nefnd, eða meiri hluti hennar,
var kosinn árið 1913 af Umdæmisstúku templ-
ara í Reykjavík til þess að veita forstöðu mat-
gjöfum til fátæks fólks 2 eða 3 mánuði af
vetrinum. Varð sú starfsemi vinsæl í bænum
og hjeltst í nokkur ár. Hún hafði bækistöð í
Templarahúsinu uppi og var nefnd »Samverj-
inn«. Forstöðukona var Maria Pjetursdóttir. Og
er nefndin sá, hve starfi hennar var vel tekið,
og menn voru fúsir til gjafa handa Samverjan-
um, óx henni áræði, svo að hún tók sjer fyrir