Óðinn - 01.07.1931, Blaðsíða 26

Óðinn - 01.07.1931, Blaðsíða 26
74 ÓÐINN Kothúsum í Garði, gáfaðri og merkri konu, sem þó aldrei naut sín til fulls vegna heilsubilunar og er dáin fyrir mörgum árum. Eignuðust þau tvær dætur, Hrefnu og Gunnlaugu. Hrefna dó á barnsaldri, 9 ára gömul, efnilegt barn og vel gefið, en Gunnlaug er gift kona í Noregi. Maður hennar er premierlöjtenant Carsten Stang, verkfræðingur í landher Norðmanna, sonur Georgs Stang, sem var hermálaráðherra Noregs þegar slitið var sambandinu við Svíþjóð og hafði látið víggirða landamærin, en Norðmenn telja að það hafi átt sinn þátt í því, að sambands- slitin urðu svo friðsamleg, sem raun varð á. Hefur sjera Hallgrimur lýst heimili dóttur sinn- ar og tengdasonar i Ferðasögu sinni frá Noregi, sem á síðastliðnu ári kom út hjer í blaðinu. Sjera Hallgrímur er vinsæll prestur og vel metinn af söfnuði sínum, greindur maður og ritfær vel, vaskleika maður, gláður í viðmóti og einarður. Um einkahagi hans og starfsemi heima fyrir og í hjeraði er þeim, sem þetta ritar, ekki kunnugl, og gripur því til þess, að birta í óleyfi kafla úr brjefi frá sjera Hallgrími, nýlega skrifuðu, sem fjallar nokkuð um þau efni, en biður hann jafnframt velvirðingar á því tiltæki. »1 skóla var jeg slóði«, segir hann, »og trass- aði allan lærdóm nema tungumálin. Af því námi hafði jeg unun og hef altaf átt ljett með að læra þau. Á hinn bóginn þoldi jeg sárar sálarkvalir, er jeg var að lesa þær námsgreinar, sem mjer þóttu leiðinlegar, t. d. reikning og veraldarsögu Blocks og margt fleira, enda var veraldarsaga þessi þur og leiðinleg. Fyrir þenn- an trassaskap minn i skóla hef jeg nú fyrir löngu bætt. Á sumrin hef jeg að vísu lítið lesið, nema í rúmi mínu á kvöldin. Þá hef jeg starfað að heyskap, sem orðið er að svo rikum vana, að jeg get ekki með öllu hætt því nú á gamals aldri. Á hinn bóginn les jeg mikið á vetrum, einnig sumar þær námsgreinar, t. d. veraldar- sögu, sem jeg trassaði mest í skóla. En skemti- legust þykja mjer ennþá tungumálin, og held jeg þeim vel við. T. d. las jegsíðastl. vetur Phil- ippinsku ræðurnar eftir Ciceró. Jeg hafði enga þeirra lesið í skóla. Hafði jeg haldið, að engir þingmenn i heimi væru strákslegri í orðum og ræðum sínum en sumir þingmenn okkar. En við þennan lestur sannfærðist jeg um, að það var ekki rjett. Taktu aðra Philippinsku ræðuna þjer í bönd, lestu 18. kapitulann og sjáðu, hví- líkum ódæmaskömmum Ciceró hellir þar yfir Antoníus. — Á skólaárum minum ætlaði jeg mjer að afloknu námi hjer heima, að stunda tungu- málanám, latinu, grisku og frönsku, við ein- hvern erlendan háskóla. Hafði Gunnlögur sál. Briem, sem tók mig að sjer þegar faðir minn dó, boðið mjer hjálp til þess, en móðir mín veiktist um sumarið, sem jeg varð stúdent, og þá fanst mjer óhæfa að fara svo langt frá henni veikri, og rjeði því af, að ganga á prestaskól- ann, sem jeg hafði þó ekki löngun til. Ekki harma jeg það samt neitt, þótt svona færi. For- eldrar mínir höfðu innrætt mjer í æsku óbifan- lega guðstrú og guðstraust, og þótt jeg hafi orð- ið að lifa einstæðingslífi hjer i Glaumbæ, þá hef jeg jafnframt fengið gott tóm til lestrar og iðk- ana þeirra námsgreina, sem jeg í æsku hafði þráð að stunda. Hið eina, sem jeg hef fundið sárt til að vanta, er bókasafn. Jeg hef oft öf- undað ykkur Reykvíkinga af bókasöfnunum . . . Jeg hef komist hjá öllu hreppsnefudarstússi, sem betur fer, en í sýslunefndinni hef jeg orðið að sitja síða 1896, er Jón Jakobsson fór suður. Síðustu ár mín í sýslunefndinni hef jeg verið hinn harðsvíraðasti íhaldsseggur, og gengið í því langtum lengra en mjer hefur verið ljúft. Kem- ur það til af því, að framfarahugurinn er orð- inn svo stórstígur, að mjer hefur stundum virst stappa nærri geggjun. Mjer hefur þótt óheppi- legt að steypa sýslunni í svo miklar skuldir, að erfitt yrði að standa í skilum, eða kúga þyrfti skattgreiðendur«. Myndin, sem hjer fylgir, er af sjera Hallgrimi og Gunnlaugu dóttur hans, tekin þegar hún var að fara hjeðan alfarin til Noregs, og er hann þá 57 ára gamall. Ritgerð sjera Hallgríms, sem birtist hjer í blaðinu um kveðskapinn í Sæmund- areddu, er svo til orðin, að hann hefur í skemti- viku Framfarafjelags Skagfirðinga, sem árlega er haldin á Sauðárkróki í sambandi við sýslu- fundina, lesið fyrir forn kvæði og skýrt þau. Hafa þessir fyrirlestrar hans jafnan verið vel sóttir. st Brjef merkra manna heitir safnrit, sem Bókaverslun Porsteins Gíslasonar er aö byrja að gefa út. 1. hefti kemur út nú i lok þessa árs og þar í mörg brjef frá Benedikt Gröndal skáldi til ýmsra og nokkur til hans frá öðrum.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.