Óðinn - 01.07.1931, Blaðsíða 44

Óðinn - 01.07.1931, Blaðsíða 44
92 Ó Ð I N N Guðrún SigurðardálUr, að Lambastöðura, þvi aldrei hafði í raanna rainnum komið svo raikill is í Borgarfjörð, að ekki væri hægt að sigla skipi þaðan. Leið nú veturinn fram i miðgóu, flutti Bergþór sig þá til skips og allir hans skipverjar, en þegar fara skyldi af stað, var svo mikill is út tjörðinn og langt vestur með öllum Mýrum, að hann sagðist hafa verið í vafa um hvort nokkuð mundi þýða að leggja af stað. Veður var gott, hægviðri og frost, lagði hann þvi af stað og hjelt veslur með ísspönginni, er lá út fjörðinn, og gekk það mjög illa, þvi að hún var víða föst við sker og hólma, sem mikið er af þar, var því seinlegt að brjóta isinn og fá rás fyrir skipið, en menn skiftust á að brjóta, og um kvöldið í rökkurbyrjun höfðu þeir sig út úr isnum fram hjá Þor- móðsskeri, en það liggur eina viku sjávar fram af Straumfirði, var þá farið að hvessa af norðaustri, kafaldsfjúk og frostmikið. Settu þeir þá upp segl og ættluðu sjer að ná lend- ingu á Akranesi. Dimdi nú óðum kafaldið ognátt- myrkur skall á, svo að lítt var hægt að greina fram- undan, vindur var orðinn það mikill að ekki var hægt að sigia nema með þríhyrnu og þó með gætni. Frostið gerði líka erf- itt fyrir, þvi alt fraus sem inn fyrir borðstokkinn kom, það þurfti því að hvetja skipverja til að berja klakann utan og innan af skipinu og kom sumum skipverjum illa saman við það verk; sagðist Bergþór hafa heyrt að sumir töluðu um að lítil fyrirsjón hefði verið að leggja af stað þann morgun eins og útlitið hefði verið, en eigi höfðu þeir sömu menn minst á það um morguninn þegar farið var af stað. Práttuðu þeir um þetta, og töldu sumir sæmra, að hjálpast að við að halda skipinu á floti, og komast sem fyrst tii lands, og haida þannig á sjer hita, og verja sig kali. Kvað svo mikíð að þessu sundurlyndi að Bergþór varð að skerast í leikinn, og brýna þá tii að bjarga skipi og mönnum, kom þá öllum vel saman upp frá þvi- Pá er þeir hugðu sig vera komna suður fyrir Akra- nes, varð fyrir þeim ísspöng út úr Hvalfirði áföst við landið, svo að hvergi var hægt að lenda við Skagann, enda, eins og áður er sagt, mjög dimt af nóttu og kaf- aldi, hvergi var komið leiðarljós þá, enda hefði það ekki sjest í því veðri. Hjeldu þeir nú meðfram ísnum, ýmist siglandi eða reru, og reyndu að fara inn í víkur, sem myndast höfðu í ísinn, ef ske kynni að hægt væri að finna land. Með dögun sáu þeir til lands, voru þá komnir upp að einhverjum klettum og lentu þeir þar. Enginn þeirra vissi hvar þetta var, uns Bergþór fór með tvo menn með sjer upp frá skipinu að leita eftir mannabygðum, en hinir áttu að gæta skips á meðan. Eigi voru þeir langt komnir frá lendingarstað er þeir fundu bæjarhús, börðu þeir þar að dyrum, þetta var skömmu fyrir fóta- ferð, lítið farið að lýsa af degi. Er þeir höfðu barið að dyrum nokkra stund, heyrðu þeir að kallað var inni í bæjargöngunum, hverjir úti væru, sögðu þeir til sín, var þetta húsfreyjan á bænum, og kvaðst hún vera ein heima með tvö börn sin. Petta var á Kjalarnesi sunn- anverðu, eigi man jeg nafn bæjarins, en þar fengu þeir þann beina er hægt var í tje að láta. Voru skipverjar þá mjög þjakaðir, sumir kaldir, ýmist á höndum eða fótum, en enginn þó mjög mikið; þeir björguðu skipi sínu undan sjó, og dvöldu þar i þrjá daga, skánaði þá veðrið svo að hægt var að halda af stað þaðan, og komust þeir samdægurs til Reykjavíkur.' Bcrgþór var tæplega meðalmaður á hæð, en gildvax- inn og nokkuö mikill i herðum, snöggur í hreyf- ingum og allir tilburöir hans báru vott um fjör og einbeitni, hann var alt af fremstur í flokki ef til stórræða kom. Er mjer minnisstætt að jeg heyrði sjónarvolta segja Irá því, er Jóni Finnssyni frá Hundastapa barst á i lendingu í Keflavík á vetr- arvertfð 1870, og drukn- uðu 5 menn af þeim 7 er á skipinu voru, töldu þeir það hafa verið fyrir vask- lega framgöngu Bergþórs að þeir náðust lifandi, Sigurður frá Hjörtsey og Jón Finnsson formaðurinn, er hjekk á einum fingri i stýris- likkju skipsins. Pá batt Bergþór um sig kaðli og óð út þar til sjór gekk yfir axlir hans, og náði í fót Jóns og dró hann til sín, og menn i landi drógu svo báða til lands á kaölinum. Bergþór var þjóðhaga smiður bæði á trje og járn, og stundaði hann smiðar mikið, er hann var ekki á sjó, því hann var eljumaður hinn mesti og fjell aldrei verk úr hendi, skylta var hann ágæt á yngri árum, en hætti því að mestu er aldur færðist yfir hann. Hann var gleðimaður mlkill, hjálpsamur mjög og ráöhollur, leit- uðu því margir til hans, og varð honum gott til vina. Bergþór var kvæntur Guðrúnu Sigurðardóttur frá Langárfossi, f. 18. jan. 1830, hinni mestu myndar og at- gerviskonu. Byrjuðu þau búskap á hálfri jörðinni Ana- brekku á móti föður Bergþórs og bjuggu þar í 17 ár, en þá fluttu þau sig að Langárfossi og bjuggu þar 28 ár, þar til er þau fluttu að Straumíirði, en þar bjuggu þau síðustu 15 búskaparár sin. í Straumfirði var á þeim ár- um talsverð versiun, komu þangað kaupskip (speku- lantar) árlega, og lágu þar yfir sumarkauptíðina, var Bergþór lögskipaður hafnsögumaður þar, jók það nokk- uð á sjóferðir hans, enda var hann þá jafnan á sjó, ýmist við hafnsögumannsstörf eða veiðar, til dauðadags. Hann druknaði við selveiðar frá Straumfirði 6. febr. 1901, þá rúmlega sjötugur, og hafði þá, sem fyr er sagt, stundað sjó jafnan frá 16 ára aldri, eða um 54 ár. Þau hjón Bergþór og Guðrún eignuðust 9 börn, af Bergþór Bergþórsson.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.