Óðinn - 01.07.1931, Blaðsíða 40

Óðinn - 01.07.1931, Blaðsíða 40
88 ÓÐINN Halldór Stefánsson brunamálastjóri. Hann er faeddur á Desjamýri í Borgarfirði eystra 26. maí 1877, sonur sjera Stefáns Pjeturssonar, sem þar var þá prestur, en síð- ar á Hjaltastað, og Ragnhildar Metú- salemsdóttur bónda Jónssonar í Mððru- dal. Hann útskrif- aðist úr Möðru- vallaskóla 1897. Var um tíma verkstjóri hjá tengdaföður sin- um, Halldóri Bene- diktssyni á Skriðu- klaustri í Fljófsdal (sjá ágúslbl. Oðins 1919) og síðan starfs- maður hjá Pöntun- arfjelagi Fljótsdals- hjeraðs á Seyðis- firði. 1909 fór hann að búa á Hamborg i Fljótsdal, en 1921 á Torfastöðum í Vopnafirði og bjó par til 1928, en varð pá forstjóri Brunabótafjelags tslandsj ,og fluttist til Reykjavikur. Frá 1923 hefur hann verið pingmaður Norðmýlinga og hefur einkum látið til síns taka bún aðarmál og fjárhagsmál á pingi og átt sæti i milliþinga- nefnd í tolla- og skatta-málum. Hann er tvíkvæntur- Fyrri kona hans var Björg dóttir Halldórs á Skriðu- klaustri, dáin 1921 (sjá Óðinn 1925), en seinni kona hans er Halldóra Sigfúsdóttir frá Hofströnd í Borgarfirði eystra. Laura þann 15. nóv. — Og átti jeg nú að halda kyrru fyrir þangað til í Kaupmannahöfn. ]eg hafði þegar um sumarið eftir Leckeyjarförina farið að klifa á því við Ricard og fleiri úr stjórn K. F. U. F., hvort þeim fyndist ekki að fjelagið þyrfti að gera eitthvað fyrir drengi á aldrinum 12 — 14 ára þar sem það væri sannað, að drengirnir á þeim aldri hyrfu að miklum mun úr sannudagaskólunum, en fengju ekki að stiga fæti sínum í Unglingadeildina fyrri en þeir væru fullra 14 ára. ]eg stakk upp á því, að stofnuð væri deild fyrir þann aldur. Þeir töldu á því öll tormerki. Væri unt að fá drengi á þeim aldri til að koma? hvar fengjust starfsmenn fyrir þann aldur? og ef hvorttvegja væri til, mundu þá ekki drengirnir, er þeir væru búnir að vera 2 — 3 ár í þessari yngstu deild, verða ófáanlegir til að ganga upp í Unglingadeildina. ]eg sagði, að jeg treysti mjer til að finna verkamenn, og fá drengi saman á þeim aldri, en úr þriðju mótbárunni yrði reynslan að skera. Endirinn varð sá, að þeir gáfu mjer leyfi til að reyna þetta. ]eg fann svo sjö unga menn, sem mjer leitst vel á, og gat vakið áhuga þeirra fyrir þessu máli og á milli ferðalaganna, þá daga sem jeg dvaldi í Khöfn, komu þeir saman til mín og jeg reyndi að setja þá inn í hvað gera ætti og hvernig best mundi að starfa í þessari fyrirhuguðu deild. Svo tók jeg mig til, laugardaginn 26. okt., er jeg kom heim frá Odense, og gekk um kring á götum og gatnamótum og bauð öllum drengjum á aldrinum 11 — 14 ára, sem jeg hitti, á fund í K. F. U. M. kl. 4 næsta dag. Það komu 25 drengir og mínir 7 ungu starfendur voru líka komnir. ]eg útskýrði drengjun- um hvað t ráði væri og spurði, hvort þeir vildu vera með í að stofna þessa deild. Þeir tóku vel undir það og svo var ákveðið að stofnunin færi fram næsta sunnudag kl. 4 og áttu drengirnir sjálfir að fá fleiri með sjer. ]eg átti mjög annríkt þessa viku, því jeg varð að tala nær því á hverju kvöldi hingað og þangað. Sunnud. 3. nóv. predikaði jeg við hámessu út í Stenmagle á Vestur-Sjálandi og tók prestinn þar til altaris, og ók síðan beint úr kirkjunni á næstu járnbrautarstöð til þess að ná heim fyrir kl. 4. Það mátti heldur ekki tæpara standa, því er jeg kom inn í þann sal í K. F. U. M„ þar sem drengjafundurinn átti að vera, var kl. 5 mín. yfir og drengirnir og hinir nýju starfendur voru allir komnir. Síðan voru skrifuð upp nöfn drengjanna; þeir voru 35, og síðan var deildin stofnuð með söng og bæn og nefnd »Vngste Afdeling* (V-A). Margir af mínum eldri vinum voru vondaufir um að þetta starf ætti framtíð fyrir sjer. — (í dag, er jeg skrifa þetta, 3. nóv., er nú deildin orðin þrjátíu ára og hefur blómgast vel svo að K. F. U. M. í öllum borgum í Danmörk hefur tekið upp þessa starfsemisgrein). — Sunnudaginn næstan eftir byrjaði Alþjóða bænavika K. F. U. M. og var þá haldin hátíðarguðsþjónusta niðri í Garni- sonskirkjunni. Hún var þjettskipuð. Þar töluðum vjer þrír, Ricard og Pastor Ussing við Valbykirkju og jeg. Það var um Ieið kveðjustund mín. Svo fór jeg að undirbúa heimför mína. Vinir mínir vildu ekki hafa að jeg færi á Öðru farrými og gáfu mjer farið heim á fyrsta farrými. Það var fyrsta sinn að jeg ferðaðist svo »flott«. Svo föstu- daginn þann 15. nóv. kvaddi jeg Danmörku eftir hjer um bil fjögurra mánaða ferðalag. Var alt það ferða- lag eitt af stærstu æfintýrum æfi minnar. Við sam- komur mínar víðsvegar um Danmörk höfðu safnast um 5000 krónur, er jeg hafði með mjer. Auðgaet hafði jeg að fjölda vina og hafa þeir vinir reynst

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.