Óðinn - 01.07.1931, Blaðsíða 17

Óðinn - 01.07.1931, Blaðsíða 17
Ó Ð I N N 65 Hringr es í hjalti | hugr es í miðju | ógn es i oddi | þeim’s eiga getr | liggr með eggju | ormr dreyrfáiðr, | en á valböstu | verpr naðr hala«. Sveinbjörn álítur, að »valböst« merki framhluta bakka sverðsins, er hallast fram í odd að egg. Þessi rök verða að nægja um sinn, þótt mörg sjeu enn ótalin. En hví hef jeg þá fjölyrt svo mjög um mál þetta? Til þess að hrinda þeim þvættingi og staðlausu stöfum, að fátt megi skáld nútímans af fornkvæðum læra. t*au sjeu andlaust gutl eitt, er þrástagist á manndrápum og vígaferlum, og lofi þau, en hafi fáar fagrar skáldlegar hugsjónir að bjóða. En sje nú svo, er jeg þykist hafa leitt nokkur rök til, að forn kveðskapur hafi átt sinn mikla og góða þátt i, að gera þá Jónas og Matthías að þeim höfuð- skáldmæringum lands vors, er bera höfuð og herðar yfir öll önnur, og höfum vjer þó átt marga snillinga í þeirri grein, þá vona jeg, að allir heilskygnir menn sjái, að það verkefni, sem jeg með línum þessum hef tekist á hendur, sje hvorki svo ljettvægt (leve) nje svo ósam- boðið mikilmennum, að þau megi ekki ljá því eyru og stuðning. Ef norrænu-fræðingar vorir vildu nú hefjast handa og semja ítarlegar og ljósar skýringar við eddukvæðin, og annað hið besta úr fornum kveðskap, mundi það geta orðið ótæmandi auðsuppspretta hinum yngrí skáldum vorum, og ótæmandi náma til að grafa gull andans úr og skáldlegar hugsjónir í ljóðadýr- gripi og völundarsmíðar. Hvað mundi þeim Guðmundi á Sandi, Stefáni frá Hvítadal, Jó- hannesi úr Kötlum og fleirum, svo að jeg að- eins nefni alþýðuskáldin, geta orðið mikil atföng þaðan? Það er þvi harmsfyllra en frá megi segja, að þessi dýrmætu ljóð skuli enn mega heita allri alþýðu sem lokuð og harðlæst bók. Fyrir allmörgum árum vann próf. Finnur Jónsson það þarfaverk að koma Sæmundareddu fyrir almennings sjónir. Er hann og Sigurður Kristjánsson urðu fyrstir til að gefa Sæmundar- eddu út hjer á landi, hýrnaði yfir öllum, er fögrum kveðskap fornum unna. Bjó Finnur hana undir prentun, en Sigurður kostaði útgáf- una. Vjer eigum þeim því báðum miklar þakkir skyldar. Enginn landi vor samlendur hefur unnið bókmentum vorum meira gagn nú um skeið, en Sigurður Kristjánsson. Likt má segja um prófessor Finn Jónsson, er rætt skal um landa vora þá, er erlendis búa. Hann hefur unnið hvert afreksverkið öðru meira um fornrita- útgáfur. Skýringar á torskilnum orðum og orðatengsl- um hefur Finnur próf. samið, og fylgja þær bókinni, en sá er galli á gjöf Njarðar, að skýr- ingar þessar eru stuttar og ófullkomnar. Mörg torskilin orð allri alþýðu hefur hann hlaupið yfir, en skýrt önnur, er miður þurftu skýringar við. Suma staði, sem skiljanlegir eru, og fyr hafa verið skýrðir af Sveinbirni Egilssyni og fleirum, kveður hann óskiljanlega og handritið fært úr lagi. Víða hefur hann vikið frá skýr- ingum Sveínbjarnar, og kemur með aðrar nýjar. Eru nokkrar þeirra seinheppilegar og samþýð- ast ekki efni kviðanna. Virðist honum um margt sýnna, en rýna kvæði. Pó er skýring Finns á orðinu »brandr« heppilegri og rjettari, en allra hinna, er þetta orð hafa skýrt áður og síðar. Er það næsta undarlegt, að sú skýring Finns er ekki meðal skýringa þeirra, er fylgja edduútgáfu hans frá ár 1905, heldur i skáldamáls orðabók hans. En þegar á það er litið, að hann hefur verið stórvirkastur, og mestur afkastamaður allra núlifandi málfræðinga islenskra á sínu sviði, þá verður að virða honum það til vorkunnar, þótt hann hafi ekki varið miklum tíma til að fást við það, er honum þótti minna um vert. Það er auðsætt, að allir þeir, sem unna fögr- um kveðskap, muni verða sammála um, að brýn þörf sje á, að semja nú þegar fullkomnar, ítar- legar og ljósar skýringar við torskilin orð og torskilna staði i Sæmundareddu, því þar mun flestum vitrum mönnum koma saman, að hún hafi að geyma hin fegurstu, djúpsæjustu og þrótt- mestu ljóð, er kveðin hafa verið á norræna tungu. Til starfa þessa eigum vjer nú mannval mikið og frítt. Á jeg þar við kennara háskóla vors i norrænum fræðum og ýmsa aðra fræðafrömuði búsetta i Reykjavik og á Akureyri. Má meðal annara benda á hinn snjalla og andríka (»genial«) fornkvæða skýranda, dr. Guðmund Finnbogason. Helst ætti að semja með ríkisstyrk fullkomna orðabók, er tæki yfir öll kvæðin. Mundi kenslu- málaráðherra, Jónasi Jónssyni, er jafnan hefur látið sjer ant um alþjóðarfræðslu, verða ljúft, að styðja það mál með ríkisstyrk og bera fram til sigurs. Það er ekki vansalaust Islendingum, að vera að láta útlendinga, sem færri skilyrði hafa, vera að semja slíkar orðabækur. t’ótt há- skóli vor hljóti eðlilega að standa á baki öðrum

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.