Óðinn - 01.07.1931, Blaðsíða 11
ÓÐINN
59
Fjelagsprentsmiðjan 40 ára.
Húsið við Laugaveg 4, par sem Fjelagsprentsmiðjan
var starfrœkt til 1917.
Fjelagsprentsmiðjan var 40 ára seint á síðast-
liðnu ári, og er hún önnurelsta prentsmiðja lands-
ins. Hún var stofnuð upp úr prentsmiðju þeirri,
sem Sigmundur Guðmundsson prentari hafði
keypt frá útlöndum 1885 og rekin var fyrst á
Skólavörðustig. Seldi hann hana árið 1887, og
varð þá Sigfús Eymundsson aðaleigandi hennar
og Ijet reka hana i þrjú ár. En árið 1890 urðu
enn eigenda skifti, og var þá prentsmiðjunni
gefið nýtt nafn, sem síðan hefur haldist, og köll-
uð Fjelagsprentsmiðjan. Hinir nýju eigendur
voru: Halldór Þórðarson bókbindari, Þorleifur
Jónsson ritstjóri Þjóðólfs (síðar póstmeistari),
Torfi Þorgrimsson prentari og Valdimar Ás-
mundarson ritstjóri Fjallkonunnar. Hefur prent-
smiðjan síðan verið fjelagseign nokkurra manna,
en aldrei hafa eigendur hennar verið fleiri en
fjórir í senn. Innan skams setdu þeir Torfi og
Valdimar hluti sína, en ólafur ólafsson prent-
ari og Gunnlaugur ó. Bjarnason prentari urðu
sameignarmenn Halldórs og Þorleifs. Síðar
keypti Halldór hluti Gunnlaugs, en árið 1915
seldi Þorleifur Jónsson sína hluti þeim bræðr-
um Pjetri Þ. J. Gunnarssyni kaupmanni og
Steindóri Gunnarssyni, sem þá hafði verið
verkstjóri í prentsmiðjunni um hrið og nnnið þar
síðan árið 1903. Árið 1915 seldi Halldór Þórðar-
son hluti sína í prentsmiðjunni þeim bræðrum
Steindóri og Pjetri og Brynjólfi Björnssyni
lækni, og nokkru síðár keypti Konráð læknir
Konráðsson hluti þá, sem ólafur Ólafsson átti.
Síðan Konráð læknir andaðist, hefur kona hans,
frú Sigríður Jónsdóttir, átti hlut hans í prent-
smiðjunni. Fjelagsprentsmiðjan var frá upphafi
rekin í húsinu nr. 4 við Laugaveg, og alt til
ársins 1917. Fram til ársins 1915 var Halldór
Þórðarson aðalstjórnandi hennar, þótt hann
væri ekki sjálfur prentari, og rak hann hana af
miklum dugnaði og fyrirhyggju. Prentsmiðjan
var jafnan auðug af leturtegundum og öll prent-
verk voru þar vel og samviskusamlega af hendi
leyst. Hin fyrsta prentvjel var hreyfð mcð hand-
afli, og var það erfitt verk, og þætti nú seinlegt.
En upp úr aldamótum keypti Halldór Þórðar-
son hreyfivjel, til þess að knýja vjelina, og var
að þvi bæði vinnu- og tímasparnaður. Auk þess
var letrinu vel við haldið, og margt og mikið var
prentað á þeim árum í Fjelagsprentsmiðjunnni.
Þegar Halldór Þórðarson ljet af stjórn prent-
smiðjunnar, tók Steindór Gunnarsson að sjer
allan rekstur hennar, og hefur síðan veitt henni
forstöðu. Árið 1916 keyptu þeir fjelagar prent-
smiðju Skúla Thoroddsen, og árið 1917 prent-
smiðjuna Rún, sem þá var í nýju steinhúsi, tví-
lyftu, við Ingólfsstræti. Stofnendur og eigendur
Rúnarprentsmiðjunnar voru: Jakob Kristjánsson
vjelsetjari, Jón Þorláksson verkfræðingur, bók-
salarnir Pjetur Halldórsson og Sigurður Krist-
jánsson og Þorsteinn Gíslason ritstjóri. Höfðu
Starfsfólk í Fjelagsprentsmiðjnnni 1917.