Óðinn - 01.07.1931, Blaðsíða 30

Óðinn - 01.07.1931, Blaðsíða 30
78 ÓÐINN einu fegursta og besta býli sýslunnar. Á því mannmarga rausnarheimili lifði frú Guðríður lengi eftir að maður hennar Ijest (árið 1900) og naut hinnar bestu aðbúðar og margra á- nægjustunda í fjölmennum ástvinahóp. Hún var fríð sýnum, björt og broshýr á svip, hreinlynd og góðsöm húsmóðir og var boðin og búin að rjetta hjálparhönd, þar sem hún vissi þess þörf og gat því við komið. Hún naut og jafnan frábærlega mikilla vinsælda og virð- ingar í sveit sinni, og fá munu heyrst hafa hallmælin í hennar garð. Alla æfi var hún iðjusöm og fjell sjaldan verk úr hendi. Þegar hún var orðin háöldruð varð hún fyrir slysi og studdist við hækju eftir það. Þó var hún undrahress og fljót á fæti, og þótt áslvinamissir og ýmiskonar andstreymi mætti henni hin síð- ustu ár, þá Ijet hún eigi hugfallast. Hún studd- ist við guð í trú og trausti, hvað sem að hönd- um bar, og brosti til hinstu stundar gegnum tárin. — Síðustu árin gat hún ekki komist til kirkju, en í vetur, sem leið, fjekk hún að heyra messurnar frá Reykjavík vegna Utvarpsins, og áttu þær guðsþjónustur góðan þátt í þvi, að gera henni síðustu þjáningavikurnar þolanlegri. Svo mikla ánægju hafði hún af þeim og ýmsu öðru, er útvarpið færði henni. Hún lá rúmföst 2—3 síðustu mánuðina sem hún lifði og skildi við lifið bjartsýn og vonglöð í sátt við alla. Mannmargt var við útför hennar hinn 6. júní og flestir munu þar hafa fundið og viðurkent með skáldinu, að »eitthvað frá fjærlægum óþektum heimi hún átti’, eins og geislinn, sem kemur og fer«. A. G. # Afmæliskvæði til hjónanna Jóns söðlasmiðs Pálssonar og Sigríðar Snorradóttur 1 Brennu í Lundarreykjadaf a áttræðis- afmæli hennar 16. nóvember 1930. Jeg sat hjer i leiðslu við símann í dag, er segir oss tiðindi og fleypur, og undraðist mannvitsins orku og lag, og Edíson þótti mjer sleipur. Og huga minn undrun og aðdáun batt, hve orkunnar notfærast lindir. En skyldi það vera’ að þeir segi það satt, að siminn hann geti flutt myndir? Jeg veit ekki hvernig það vildi til þá, er var jeg með sannfæring rýra, að sviplega skjótt fyrir sjónir mjer brá þeim sýnum, er frá vil jeg skýra. Það var eins og fortjaldið viki'þar frá, það varð eins og skýrst orðið getur, jeg atburði liðna i ljósmyndum sá, svo Loftur ei gjörir þær betur. I vorblóma æsku tvö ungmenni’ eg leit á inndælum, sólbjörtum degi, og ást þeirra brann þeim í brjóstunum heit og björt von um framtíðarvegi. Og mærin var fögur og mannvæn að sjá og myndina’ eg glögglega þekki. Ei mikiil að vexti var maðurinn sá, en manngildið duldist þó ekki. Á sýnina’ eg hugfanginn horfði um stund og hlustaði á simann og þagði, hún vakti í brjósti mjer viðkvæma lund, en var þegar horfin að bragði. En síminn, sem óslitið suðar hvern dag, hann sagði mjer skýrt það í eyra: Um ungmenna þessara æfi og hag þú átt að sjá dálítið fleira. Þá annari mynd fyrir augu mjer brá, þar áttu þau heimili i blóma, og starfsemi ríkja og reglu jeg sá og ræktar þar skyldur með sóma. Af mannvænum börnum þá margt var þeim hjá, sem mættu þar umhyggju og blíðu. I baksýn jeg þóttist þar sveinahóp sjá sem störðu á dæturnar fríðu. Með símkveðju eg ávarpa Sigriði og Jón, er sól þeirra hnígur að viði, hin áttræðu, göfugu, ágætu hjón, sem urðu svo mörgum að liði. Og þakka af alhuga æfinnar störf, sem öll voru framkvæmd með sóma, sveitinni, landinu og þjóðinni þörf; það allir kunnugir róma. S, J. 4

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.