Óðinn - 01.07.1931, Blaðsíða 25
ÓÐINN
73
arorðsmerkingin: þá er — þegar, og þannig hafa
Finnur og Sveinbjörn skilið orð þetta. í öðru
lagi getur þá verið nafnorð og þýtt hláka, þíð-
vindi og einnig þíð jörð, og es (einstætt) þýtt:
þegar, og er þá (temporalt) samtengingarorð.
Þannig vil jeg skýra orð þessi. Jeg tek því þannig
saman 7. og 8. Ijóðlínu = es en kvistskœða þá
kemr of varman dag, þ. e. = þegar hinn kvist-
skæði sunnanstormur kemur í hitatíð. í storm-
um fellur lauf af trjám sem skæðadrífa. í æsku
minni heyrði jeg iðulega gamalt fólk nefna
hlákuvindinn ýmist »þd« eða »þey«. Er jeg var
barn að aldri, var roskinn maður stór-gáfaður,
Baldvin, kallaður skáldi, vinnumaður hjá for-
eldrum mínum. Á vetrum var hann árrisull og
gáði fyrstur til veðurs. Er hann kom inn og var
spurður, hvernig veður væri, sagði hann jafnan,
ef hláka og þíðvindi var á: »t*að er komin þá«.
Baldvin þessi var faðir Baldvins Baldvinssonar
i Winnipeg (fyrrum »agents«). Var hann ein-
hver hinn langsnjallasti hagyrðingur, sem Skag-
firðingar hafa átt um langt skeið.
Þess má og geta, að í skáldmálsorðabók sinni
leggur Sveinbjörn »þá« út með latneska orðinu:
»regelatio«, sem þýðir: þíða, hláka. Samanber
einnig Engilsaxn.: thawan, Þýsku: thauen,
Dönsku: tö, Grísku: xijxœ (jeg bræði).
Jeg ætla að lokum að taka það fram, að jeg
hef ekki ritað grein þessa í því skyni, að leggja
drjúgan skerf til skýringa á eddukviðunum,
heldur til hins að sýna, að þeir menn sjeu þó
til í fásinni sveitanna, sem unni fögrum kveð-
skap fornum og nýjum, og æski fullkomnari
skýringa, en þeirra, er fylgja edduútgáfu Finns
próf., Rvík 1905
Tilgangur minn með línum þessum hefur
aðallega verið sá, að vekja hinn friða flokk
ungra norrænufræðinga í Reykjavík, sem nú má
nær því teljast óvigur her, til að taka nú þegar
til þarflegs starfa, og semja ítarlegar skýringar
á edduljóðunum. Þessar fögru kviður mundu
þá verða lesnar í mörgum kotbænum á Fróni,
jafnt sem í höllum hinna tíginbornu, til fróð-
Ieiks og yndis.
Ef fræðimönnum þeim, sem grein mín er
aðallega stefnt á, þætti verk þetta þurt og ó-
skemtilegt, þá eggja jeg þá lögeggjan með Bjarka-
málum hinum fornu:
Hárr enn harðgreipi, ættgóðir menn,
Hrólfr skjótandi, peir’s ekki flýja;
vekkat yðr at víni, heldr vekk yðr at hörðum
né at vifs rúnum, Hildar leiki.
En það er bót i máli, að Hildar leikur þessi
kostar ekki blóð, heldur úthald og þrautseigju
við að rýna í forna stafi.
H. Thorlacius.
Sí
Sjera Hallgrímur Thorlacius
í Glaumbæ.
Hann er fæddur í Fagranesi ú Reykjaströnd
18. júlí 1864. Foreldrar hans voru Magnús
prestur Hallgrímsson Thorlacius (d. 1878) og
Guðrún Jónasdóttir, fædd Bergmann, alsystir
Jóns föður sjera Friðriks sál. Bergmanns, prests
í Winnipeg. Hallgrímur fór í skóla 1880 og út-
skrifaðisl þaðan 1886, og af prestaskólanum 1888.
Vígðist 30. sept, sama ár prestur að Ríp og
þjónaði því prestakalli til 1894, en fjekk þá
Glaumbæjarprestakall og hefur þjónað því síðan.
1895 kvæntist hann Sigriði Þorsteinsdóttur frá