Óðinn - 01.07.1931, Blaðsíða 7

Óðinn - 01.07.1931, Blaðsíða 7
ÓÐI N N 55 Hrollaugsstöðum og Gróa Styrbjörnsdóttir kona hans. Foreldrar Ólafs vóru Jón Bjarnason og Guðrún Guð- mundsdóttir, er bjuggu á Hrollaugsstöðum 1703 (71 og 67 ára). Ólaf ur og Gróa eru þar hjá þeim, hann 42 ára en hún 29, eru liklega nýgift, því ekki talið harn þeirra. Sennilega hefur Styrbjörn verið fæddur litlu síðar 1703—4. Ólafur varð víst ekki gamall; bjó ekkja hans eftir hann á Hrollaugsstöðum 1734. Hefur Styrbjörn eflaust verið hjá henni og búið þar eftir hana eitthvað. Styrbjörn faðir Gróu bjó á Eyvindará 1686 (65 ára), en áður 16 ár á Skeggjastöðum í Fellum og þar á undan á Hrafnkelsstöðum. Hann var Einarsson, Styrbjörns- sonar prests í Hofteigi (1584—1621) Jónssonar. Styrbjörn var tvíkvæntur. Síðari kona hans og móðir Gróu var Margrjet dóttir Hinriks þrests í Stöð, er druknaði 1637, Jónssonar kiausturhaldara á Skriðu, Björnssouar sýslu- manns á Bustarfelli, er druknaði 1602, Gunnarssonar sýslu- manns á Viðivöllum i Skagafirði Gíslasonar. Móðir Björns sýslumanns var Guðrún Magnúsdóttir þrests á Grenj- aðarstað, Jónssonar biskuþs Arasonar. Kona sjera Hin- riks og móðir Margrjetar var Margrjet dóttir Bjarna þrests í Stöð Jónssonar. En móðir sjera Bjarna var Ásdís eða Arndís laundóttir Einars prófasts og skálds í Heydölum Sigurðssonar, föður Odds biskups. Einar pvóf. skrásetti 1928. # Kristján Andrjesson og Helga Bergsdóttir í Meðaldal. Á Vestfjörðum munu fá eða engin nöfn hjer- aðskunnari eða góðkunnari en þeirra hjónanna, sem óðinn flytur hjer mynd af, þeirra Kristjáns skipstjóra og bónda Andrjessonar og konu hans Helgu Bergsdóttur í Meðaldal í Dýrafirði. Hinn 16. júlí í sumar var Kristján 80 ára gamall og jafnframt á hann á þessum tímamót- um yfir að líta fult fimmtíu ára skeið síðan skipstjórnar og bústjórnarstarf hans byrjaði. Miklar hafa breytingar orðið á þessum fimmtíu árum á högum og háttum landsmanna í flestum greinum, í lifnaðarháttum, í hibýla og húsa- gerð, í búnaðarháttum og sjósókn allri og sigl- ingum. 1 flestum efnum er þar um framfarir og aukinn manndómsbrag að ræða, þótt enn sje margt á gelgjuskeiði og horfi til enn meiri bóta en orðið er, og meira jafnvægis í atvinnu- greinum og öllum viðskiftum landsmanna. Sjer- staklega hafa, sem kunnugt er, breytingarnar og umbæturnar verið stórfeldar á sjávarútveginum, svo að hann ber að nokkru leyti ofurliða aðrar atvinuugreinar og þá sjerílagi aðalatvinnugrein- ina, landbúnaðinn, sem trauðla er samkepnis- fær um vinnukraft o. fl. Út í það ætlaði jeg þó ekki hjer að fara, en geta hins, að um flestar greinir framfara, sem orðið hafa á síðustu ára- tugum, má í Meðaldal sjá mörg og myndarleg merki. En þar sem tilgangurinn með línum þessum var, að lýsa í fám dráttum æfiatrið- um hjónanna í Meðaldal, þá skal jeg ekki grípa fram fyrir í sögunni en byrja á upphafinu. Fer jeg þar að nokkru eftir grein, er birtist í »Ægi« 1923 en annars eftir eigin kunnugleik. Kristján Andrjesson er fæddur þjóðfundar- árið 1851 hinn 16. dag júlímánaðar í Meðaldal og voru foreldrar hans Andrjes Halldórsson og kona hans Þórlaug Narfadóttir, þá vinnuhjú í Meðaldal, en bjuggu síðan á Bakka í sömu sveit. Munu þau hafa verið við lítil efni, enda bættist þeim fljótt mikil ómegð. Var Kristján elstur barna þeirra og varð þegar á unga aldri að hjálpa til að sjá fyrir heimilinu; var hann bráð- þroska, og er hann var 14 ára gamall reri hann fyrir fullum hlut, og var það sjaldgæft að svo ungir sveinar fengju nema hálfdrætti, nema þeir væru alveg óvanalega þroskamiklir. Um þessar mundir misti Kristján báða foreldra sína. Ekki sjest í kirkjubók hvaða ár það hefur verið, en mun hafa verið um 1864, er Kristján var þrettán vetra. Þótti þar mikið aíhroð orðið, er þau hjón ljetust frá 8 börnum og heimilið forstöðulaust. Úr þessu rættist þó betur en á horfðist. Börnin komust til ættingja og annara góðra manna og hlutu gott uppeldi að þeirrar tíðar sið. Kristján fluttist þá á fæðingarstað sinn, Meðaldal. t*ar var húsfreyjan, Guðný Halldórsdóttir, sköruleg- asta kona og fyrirmannleg, föðursystir hans, og þar var föðurbróðir hans Magnús Halldórsson, ókvæntur alla tíð, en stoð og stytta heimilisins. Upp frá því hefur Kristján nær óslitið dvalið í Meðaldal, fyrst á vegum þessa frændfólks sins eða á vist með þvi, en því næst um rúmt fimmtíu ára skeið, að fám árum undanteknum, sem húsráðandi eða forráðamaður. Hugur hans hneigðist frá öndverðu að sjón- um og má segja að hann stundaði hann sumar og vetur. Úví þótt fiskiveiðar væri ekki stund- aðar yfir háveturinn á Vestfjörðum, þá voru á þeim tímum af miklu kappi reknar hákarla- veiðar, þegar viðlit var veðurs vegna. Var þá legið úti stundum svo dægrum skifti á opnum

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.