Óðinn - 01.07.1931, Blaðsíða 8

Óðinn - 01.07.1931, Blaðsíða 8
56 Ó Ð I N N skipum, stórum áttæringum eða teinæringum. Voru þetta hinar mestu svaðilfarir og hlutust af einatt miklir hrakningar og stundum mann- tjón. Mundi nú á dögum vera talið, að lítt væri til þessara ferða stofnað af nægilegum hyggind- um og forsjá eða hugsun um heilsu og lif manna. Enda munu allmörg dæmi hafa verið þess, að jafnvel afburða karlmenni biðu af þessu heilsutjón löngu fyrir aldur fram, þó að sjálf- sagt annars vegar herti það menn og skapaði áræði og karlmensku þeirra, er af gátu borið. Mun Kristján mega teljast einn af þeim. Hann er að vaxtarlagi meira en í meðal- lagi hár og þrekinn, svarar sjer öllum vel og fyrirmannlegur ásýndum. Man jeg að mjer fanst til um það, er fundum okk- ar bar saman fyrsta sinn. Mun hann hafa verið þrekmaður í besta lagi og karl- menni, og í alt að fimmtiu árum, sem Iiðin eru síðan jegí kyntist honum, veit jeg ekki til að heilsa hans hafi að neinum mun látið undan eða starfs- þrek bilað, nema í eðlilegu hlutfalli við svo há- an aldur, sem hann hefur náð. Jafnskjótt og Kristján kyntist veigameiri fleyt- um til fiskiveiða en opnum róðrarbátum, var sjálfsagt að hugur hans snerist þangað, svo að þegar þilskip komu á Veslfirði, rjeðist hann á þau skip á sumrum, þótt hann sem áður slund- aði hákarlaveiðar á vetrum. Mundi hann aldrei hafa unað öðru, en að hlíta því fullkomnasta sem völ var á, og vafa tel jeg ekki á, að hann mundi hafa orðið skipstjóri á botnvörpuskipi, hefði hann verið nokkru yngri þegar saga þeirra hófst hjer á landi. Hefur hann snemma hugsað sjer að takast skipstjórn á hendur og lærði í því skyni sjómannafræði hjá Magnúsi Össurs- syni, skipstjóra á Flateyri, bróður Maríu konu Torfa Halldórssonar, er voru foreldrar hinna nafnkunnu Flateyrarsystkina. Mun það hafa verið um 1874, og 1876 er Kristján orðinn skip- skipstjóri á þilskipinu Neptúnus, er gekk frá Isafirði; er hann þá 25 ára gamall. Hinn 3. okt. 1879 kvæntist hann og gekk að eiga frændkonu sína, Friðriku Krístínu, dóttur Benónýs bónda í Meðaldal Daðasonar Jónssonar prests á Söndum og konu hans Guðnýjar Hall- dórsdóttur, sem áður er nefnd. Voru þau hjón því systkinabörn að frændsemi. Byrjuðu þau þá búskap i Meðaldal, en hann stundaði þó sjó sem áður, skipstjóri á þilskipum á sumrum og hákarlaformaður á vetrum. En hjónaband þeirra varð ekki langt, því að eftir tæpa þriggja ára sambúð andaðist kona hans eftir barnsburð mislingasumarið 1882 hinn 14. d. júh'mán. og 29. s. m. sveinn, er hún hafði alið og nefndur var Andrjes Halldór. Hafði hún verið hin mætasla og gjörfulegasta kona og þólt líkleg til mikilla nytsemda, ef lengra lífs hefði orð- ið auðið. Eftir það hjelt bú í Meðaldal umnokk- ur ár . mágkona Kristjáns Sigríðnr Benónýsdótfir, ekkja eftir Stefán Guðmundsson, er druknaði í há- karlalegu 10. janúar 1881, en faðir hennar og tengdafaðir Kristjáns, Benóný Daðason, hafði áður farist á sama hátt 21. jan. 1867. Eftir lát konu sinnar og einkabarns festi Kristján ekki yndi heima um sinn og sigldi til Danmerkur. 1 þeirri utanför sinni var hann veturinn 1883—84 á sjómannaskólanum í Bogö. Jafnframt sá hann um smiði á skipi, sem nokkrir Dýrfirðingar áttu þar í smíðum. Var það nefnt »Fortuna« og þótti traust skip og vel bygt til fiskiveiða. Var lengi fyrir því Steindór bóndi Egilsson á Brekku í Dýrafirði, annar nafnkunnur skipstjóri vestra, afburðahraust- menni og vinur Kristjáns. Og úr því jeg nefni hann við þessa sögu vil jeg láta getið þess, að þau urðu afdrif hans, að hestur, sem hann átti, fældist í tjóðri, en smásveinn, sem var að flytja tjóðrið, festist í þvi og drógst með því svo að hann beið bana af. En Steindór horfði á heiman úr bæjardyrum og fjekk ekki aðgert; var hann maður brjóstgóður og tilfinninga- ríkur og varð svo mikið um, að hann fjell Krislján Andrjcsson. ITelga Bergsdóllir.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.