Óðinn - 01.07.1931, Blaðsíða 42
90
ÓÐINN
þá var um að gera í bænum, var það mjög girnileg-
ur staður að mjer fanst. Jeg fór að grenslast um
þetta. En sú saga öll er kapítuli fyrir sig.
(Frh.).
st
Sjera Ludvig Knudsen.
Didrik Knud Ludvig Knudsen prestur var
fæddur á Hólanesi á Skagaströnd 9. febr. 1867.
Foreldrar hans
voru Jens An-
ders Knudsen
verslunarstjóri og
kona hans Elísa-
bet Sigurðardóttir
frá Höfnum á
Skaga.
Hann tók stúd-
entspróf í Reykja-
víkur skóla 1888,
hei mspekispróf
við Hafnarhá-
skóla 1889 og
guðfræðispróf við
prestaskólann í
Reykjavik 1892.
Fjekk Þórodds-
stað í Kinn og vígðist þangað haustið 1892.
Fjekk Rergstaðaprestakall 1905. Breiðabólsstað
í Vesturhópi 1914, og þar andaðist hann 30.
apríl 1930.
Hann kvæntist 14. sept. 1891 frændkonu sinni
Sigurlaugu Árnadóttur frá Höfnum á Skaga, son-
ur þeirra er Árni B. Knudsen verslunarmaður,
nú á skrifstofu tollstjóra í Reykjavik.
Frú Sigurlaugar verður sjálfsagt minst og ætla
jeg ekki að gera það að þessu sinni, en þess
vil jeg ekki láta ógetið, að þegar jeg þekti til,
var allajafna barnmargt á heimiii þeirra hjóna,
glaumur og glaðværð. Fessi mega teljast fóstur-
börn þeirra: Áslaug Árnadóttir, Margrjet Árna-
dóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Sigurlaug Knud-
sen, Albert Jónsson og Óskar Á. Hraundal.
En þar að auki dvöldu á heimili þeirra fleiri
börn og unglingar um lengri eða styttri tíma.
Annars var Ludvig sjerstaklega harnelskur og
barngóður maður, og hans yndi að ræða við
börn og fræða þau, en í viðræðum sínum hafði
hann oft sömu aðferð og sagt er að Sókrates
hafi beitt, þá, að spyrja og láta svo lærisvein-
inn komast í bobba, til þess að fá hann til að
beita hugsun sinni skarplega að því efni sem
um var rætt. — Hann var líka hinn mesti dýra-
vinur og fór vel með skepnur sínar og leit t. d.
vanalega sjálfur eftír meðferðinni á reiðhesti
sínum bæði heima og annarsstaðar.
Jeg kynlist sjera Ludvig fyrst á námsárum
okkar í Mentaskólanum, vorum við saman í
bekk, fanst mjer eínkenna hann þá óvenjulegt
fjör og glaðværð, bæði í viðræðum og viðmóti,
hann var óþreytandi hvort heldur var í orða-
stríði eða gleðskap. Hann var ekki hár maður, hjer
um bil meðalmaður, en knár vel og fylginn sjer.
Hann var, ef svo mætti að orði komast, síkvik-
ur, hvort heldur var í hugsun eða hreyfingum.
Þegar við bekkjarbræðurnir vórum að metast
uin það, hvaða stöðu þessi eða hinn myndi
hljóta í mannfjelaginu, þá var það vanalega
haft sem víst einkenni að prestefnið varð að
vera stiltur, ráðsettur og alvarlegur maður.
Þegar við Ludvig skildum við Mentaskólann,
þóttist jeg viss um að hvorugur okkar myndi
lenda í »svartholið«, þar sem nú er Har-
aldarbúð. Þrá okkar beggja var að komast á
Hafnarslóð í gleðina og glauminn. Honum tókst
það, en embættisprófi lukum við báðir í Reykja-
vík. Erfitt brauð í harðindasveit varð hlutskifti
hans, og eflaust kom nú fjörið sjer vel.
Næst þegar fundum okkar bar saman vorum
við báðir orðnir virðulegir starfsmenn þjóðar-
innar í sama sýslufjelagi. Báðir höfðum við
fengið að reyna hvaða kjör okkar hrjóstuga
land hefur að bjóða starfsmönnum sínum í
strjálbygðum sveitum, og búnirað leggja af skóla-
brekin. Lífsgleðin og fjörið, sem við höfðum
báðir fengið í ríkulegum mæli, hafði þó enst að
vonum. Mjer fanst við báðir reyna að vinna eftir
bestu getu hver í sinum verkahring, og mjer er
vel kunnugt, að þegar sjera Ludvig hafði fengið
kosningu í Vesturhópinu, vóru margir af hans
fyrri sóknarbörnum, sem kviðu umskiftunum.
Hann gladdist með glöðum sem upplag hans
var, en hann tók líka innilegan þátt í sorg og
raunum vina sinna, hann var í einu orði sagt
samgróinn sínum sóknarbörnum. Hann skildi
þau og þau hann. Þó gleðin væri hans fylgi-
kona til hinstu stundar, var presturinn altaf að
Sjera Ludvig Knudsen.