Óðinn - 01.07.1931, Blaðsíða 41
Ó f) I N N
89
mjer einlægir írygðavinir. ]eg sagði því við sjálfan
mig aftur og aftur: »Drottinn hefur látið ferð mína
hepnast*. Á skipinu leið mjer hið besta. Til Færeyja
vorum við aðeins tveir Islendingar farþegar á fyrsta
farrými, ]ón bókavörður Jacobson og jeg, og þar að
auki nokkrir færeyskir kaupmenn og skipstjórar. I
Norðursjónum fengum við ákaflega slæmt og Aasberg
skipstjóri sagði að jeg hefði mikla heilsu, þar sem
jeg á morgnana væri kominn upp á þilfar og hefði
lyst á að reykja pípu mína í slíku veðri. ]eg sagði
að veðrið mætti víst verða slæmt, ef jeg ætti að
missa matarlyst eða tóbakslyst. Hann sagði að alt
þetta veður stafaði af mjer, með því að jeg væri
prestur, og mundi hann kasta mjer fyrir borð, ef
það versnaði að mun.
]eg sagði að jeg yrði þá enn þá fljótari til Reykja-
víkur, því einhver hvalurinn mundi gleypa mig og
spúa mjer upp á bryggjuna heima. — Osberg var
mjög skemtilegur og bauð mjer að koma svo oft sem
jeg vildi upp á skipstjórapall. ]eg man ekki eftir
neinu sögulegu frá Edinborg. Úti í Atlantshafinu
fengum við storm mikinn og áföll. Einn morgun, er
jeg vaknaði, þegar þernan kom með morgunkaffið,
því það var siður á fyrsta farrými á »Lauru«, þá sá
jeg að hún var mjög föl. ]eg spurði hvort hún væri
lasin. Hún kvaðst hafa haft eina hina verstu nótt,
hvort jeg vissi það ekki. Nei, jeg hafði sofið eins og
steinn, en kofortin mín, sem voru í efra rúminu, voru
oltin niður á gólf og höfðu opnast, svo öllu ægði sam-
an, fötum og bókum mínum. ]eg hef á öllum sjóferð-
um átt því láni að fagna, að finna ekki til sjóveiki
og sofa vel og hafa bestu matarlyst. Eiginlega finst
mjer, að jeg fyrst á sjónum viti og finni, hvílík nautn
er að lifa. Þessi tilfinning lífsnautnarinnar er ekki háð
veðri og vindum, bárum og bylgjum, enda þótt manni
þyki alt af gott veður æskilegra, hvort sem er á sjó
eða landi.
Það var víst eitthvað um 24. Nóvember að jeg kom
heim. Með sama skipi kom sending frá Oddfellowum
í Kaupmannahöfn til Holdsveikraspítalans; það var
altari og altaristafla og lítið skrúðhús við, tilbúið alt
saman að setjast upp í kirkjusalnum. Það var nú há-
tíð að koma heim eftir svo Ianga og viðburðaríka
ferð. ]eg hjelt strax fund í fjelögunum. Fundir höfðu
legið niðri mestan tímann, nema hvað cand. theol.
Sigurbjörn Gíslason hafði haldið nokkra fundi um
haustið eftir að hann kom heim frá Danmörku. Hafði
jeg beðið hann um það áður en við skildum í Kaup-
mannahöfn. — 3ú eina grein í fjelaginu, sem hafði
starfað, var Söngfjelagið, blandaði kórinn, undir stjórn
Árni G. Eylands búfræðingur.
Hann er fæddur 8. maí 1895 á Þúfum í Óslandshlíð í
Skagafirði, sonur Guðmundar frá Haukagili i Vatnsdal
og Þóru Friðbjarnar-
dóttur úr Skagafirði.
Var í Hólaskóla 1911
til 1913, en fór pá til
Noregs og dvaldi par
við búfræðisnám og
búnaðaistörf til vors
1921, nema eitt sum-
ar, sem hann var í
Þýskaland i, en kom
pá lieim og rjeðist
til Búnaðarfjelags ís-
lands og var fyrst
við rekstur Þúfna-
hanans ensiðarverk-
færaráðanautur fje-
lagsins. Frá ársbj'rj-
un 1927 er hann jafn-
framt starfsmaður
Sambands ísl. sam-
vinnufjelaga, við bún-
aðardeild pess. Á pessum 10 árum, sem hann hefur
starfað hjer heima, hefur hann farið nokkrar ferðir til
Norðurlands og víðar í búnaðarerindum. — Fyrstu
grein sína um búnaðarmál skritaði hann í 18. tbl. Lög-
rjettu 1920 og kemur par fram sú stefna sem hann hef-
ur stöðugt haldið fram siðan, að bætt túnrækt sje
tryggasta undirstaða landbúnaðarins og sáðsljetturnar
besta ræktunaraðferðin. Síðan hefur hann ritað um
búnaðarmál og ræktunarmál bæði í Búnaðarritíð og
blöðin, og um eitt skeið var bann einn af útgefendum
og ritstjórum »Freys«. — 1918 kvæntist hann norskri
konu, sem Margit heitir, fædd Fosstveit.
Brynjólfs organista Þorlákssonar. Þótti öllum það
syngja ágætlega, enda hafði Brynjólfur lagt sig í líma
við það og unnið að því fyrir ekkert eða sama sem;
en allir þektu snild hans á því sviði. — ]eg byrjaði
brátt að kenna og tók til prestsstarfs míns á Spítal-
anum; bar mjer að messa þar annan hvern sunnu-
dag og gera þau presisverk, sem með þurfti. Heima
var alt með kyrrum kjörum. Mamma vel frísk og að-
stoðaði Kristín systir mín mig við kensluna og
mömmu við búsverkin. Við bjuggum áfram í Grjóta-
götu 12, en samt aðeins í parti af húsinu, því eig-
endaskifti voru orðin að því. Bjarni ]ónsson snikkari
hafði selt það Gísla Magnússyni og bjó hann í hálfu
húsinu. Þau hjón reyndust okkur mjög vel.
]eg fór nú að grenslast eftir, hvar tiltækilegt væri
að fá sjer bústað handa fjelaginu. Síðustu dagana i
Nóvember kom jeg auga á hús til sölu. Eftir því sem