Óðinn - 01.07.1931, Blaðsíða 15
ÓÐINN
63
fyrir landsteinana til slíkra atfanga. Fyrirmynd
hans er ramnorræn og fædd af heilum sam-
landa hans á Fróni. Hún er alíslensk að ætt
og uppruna, því það eru edduljóð þau, er enn
í dag eru kend við Sæmund prest hinn fróða,
sem mest og best áhrif hafa haft á Jónas og
gert hann að öndvegisskáldi þjóðar sinnar.
Jeg vil þá reyna að færa nokkur rök að niáli
mínu, — að minsta kosti allmiklar líkur. Ymis
fögur orð lánar Jónas frá kvæðum þessum t, d.:
draumþing.
Jónas: alþing hið nýja
(lokaerindi).
Sól skín á tinda,
sofiö hafa lengi
dróttir og dvalið
draumpingum á.
Vaki vaskir raenn,
til vinnu kveður
giptusamur konungur
góða pegna.
Völsungakviða en
forna:
Kominn væri nú
ef koma hygði
Sigmundar burr
frá sölum Óðins,
kveð’k grams pínig
grænask vánir,
es á asklimum
ernir sitja
ok drifr drótt öll
draumpinga til.
Jeg ætla ennfremur að sýna með tveim erind-
um, öðru eftir Jónas, hinu úr »Gróltasöng«, hve
braglistin er líkt notuð. Sjerstaklega leiði jeg
athygli lesarans að fjórum siðustu braglínum
beggja erindanna. Flestir, ef ei allir, kannast
við kvæði Jónasar, er hann nefnir »Grenið«.
Gróttusöngur mun landslýð ekki jafnkunnur,
og set jeg hjer eitt erindi úr hvorutveggja
kvæðinu:
Jónas: Grenið 5. erindi:
Ein sit eg inni
og annast hlýt
kafloðna hvolpa
í krá dimmri,
hlaupa peir um holur,
hrökklast peir í gjótur,
steðja peir um steina,
stunda á útkomu.
Gróttasöngur 5. erindi:
Auð mölum Fróða,
mölum alsælan,
mölum fjöld féar
á feginslúðri;
siti hann á auði,
soíi hann á dúni,
vaki hann at vilja;
pá es vel malit.
í ofanrituðum erindum er að visu ort um
ólíkt efni, en athugið braglist beggja erindanna,
sjerstaklega endinn, og mun lesarinn þá skjótt
finna, hve líkt er farið með efnið. Til viðbótar
ætla jeg að benda á annað erindi eftir Jónas
úr kvæði, er forsögn hefur: »í spanska sjónum«,
til þess að sýna, hve meðferð efnisins er þar
einnig lik: Sy0 á jeg heiti>
sem jeg um heiminn fer
allan ýmsa vegu:
næðingr kem eg að norðan,
næturkul að austan,
vorgola að sunnan,
vestan hafræna.
Sjötta erindi í hinu inndæla og ógleymanlega
kvæði Jónasar »Ferðalok« sýnir allvel, hve mjög
hann hefur ort erindi þetta undir áhrifum 97.
erindis Hávamála. Set jeg hjer bæði erindin,
að þau verði borin saman til skilningsauka.
Erindi Jónasar
(Ferðalok):
Hlógum við á heiði,
himinn glaðnaði
fagur á fjallabrún:
alls yndi
pótti mjer ekki vera
ulan voru lífl að lifa.
Erindi Hávamála
(97):
Billings mey
ek fann beðjum á
sólhvíta sofa;
jarls yndi
pótti mér ekki vesa
nema við pat lík at lifa.
Á síðastliðnu sumri fyrir alþingishátíð reit
sendiherra Dana, Fr. de Fonteney, hina snjöll-
ustu grein um Jónas Hallgrímsson. Er hún rit-
uð af hvössum skilningi og næmara athygli á
kvæðum Jónasar um skáldleg einkenni, en flest
það, er áður hefur um þau sjest á prenti. Er
það aðdáanlegt hve úllendingur þessi er orðinn
vel heima í frónskum bókmentum. Hafí hann
alúðarþökk vor íslendinga, en hljóti sjálfur frama
og sæmd af. Jeg minnist ekki, að þeir, sem á
undan honum hafa ritað um Jónas, hafi nokk-
uru sinni bent á hin fögru litbrigða lýsingarorð,
er Jónas notar víða i kveðskap sínum og gera
búning þann, er hann klæðir hugsjónir sínar i,
að glitofnum purpura- og silkiklæðum, svo að
skrjáfar í. Sannast hjer því enn hið fornkveðna:
»Glöggt er gests augað«.
En þá vaknar sú spurning: Hefur Jónas orðið
fyrir áhrifum, eða hefur hann fyrstur manna
sjeð, hve fögur lýsingarorð gera klæðnað skáld-
legra hugsjóna töfrandi unaðslegan, svo heillar
hug lesandans, og »Yggjar full ýranda kemr at
hvers manns hlusta munnum«, eins og Egill
Skallagrímsson kvað endur fyrir löngu? Jeg full-
yrði og ætla auk þess að sanna, að það eru
eddukviðurnar, sem vakið hafa athygli Jónasar
á því, hvernig hagnýta má sjer fögur lýsingar-
orð til áhrifa og fegurðar í ljóðagerð, og verður
Jónas engu minna skáld þess vegna. Jeg mun
nú reyna að sanna, að það eru fornljóðin aðal-
lega, þótt Heinrich Heine kunni og að hafa haft
einhver áhrif, sem mest og best hafa kent Jón-
asi að yrkja og gert hann að öðru mesta höfuð-