Óðinn - 01.07.1931, Blaðsíða 22

Óðinn - 01.07.1931, Blaðsíða 22
70 ÓÐINN »lít á ljúfan, sem halsaðir legg munn við grön heilan stilli«. Orðið »vengi« á þessum stað skýrir Finnur = koddi, og tel jeg, að það sje ekki fullvíst, að skýring þessi sje rjettari, en skýring Sveinbjarnar. Sveinbjörn skýrir orð þetta svo, að »vengi« muni vera hvorugkynsorð sömu merkingar og nafn- orðið vangi. Nú hefur orðið »vangr«, er merkir: land, aðra mynd hvorugskyns við hlið sjer, nll. »vengi«, sem er önnur mynd af sama stofni og sömu þýðingar. Þessar orðmyndir báðar lifa og enn þá í danskri tungu sbr.: »Danmarks dejligst Vang og Venge« etc. Þess vegna er ekki óhugs- andi, að nafnorðið »vangi« hafi og haft aðra mynd hliðstæða hvorugskyns »vengi«. Ef vjer athugum kvæðið, kemur það í ljós, að Gullrönd systur Guðrúnar þykir þeim Gjaf- laugu og Herborg farast klaufalega, er þær reyndu að hugga Guðrúnu, er ekki gat grátið (hjúfrat), en var búin til að springa af harmi. Gullrönd vílir þær fyrir, að hafa hulið ásjónu Sigurðar og sviftir líkblæjunni af. Hún virðisl hafa tekið utan um vanga Sigurðar og snúið ásjónu hans fram, til þess að Guðrún ætti auðveldara, að sjá framan í hann, og segir síðan: »Lit á ljúfan | legg munn við grön | sem halsaðir | heilan stilli«. Þetta er þá hugsunin með öðrum orðum: Lít þú nú á ástvin þinn, því nú snýr hann betur við þjer; gef honum nú koss, líkt og þú værir að faðma að þjer (halsa) konunginn í fullu fjöri (heilan). Þrátt fyrir það, sem nú hefur verið sagt, er það eigi óhugsandi, að Gullrönd hefði getað tekist, að snúa ásjónu Sigurðar betur fram mót Guðrúnu með því, að taka í báða enda svæfils- ins, en auðvelt mundi það tæplega hafa reynst. Það mælir að vísu með skýringu Finns og virðist styðja hana, að lík orð »vengi« eru til í Gotnesku: »waggari« og Engilsaxnesku »wangere« er þýða = svæfill, sbr. A. Torp: Etymol, Ordb. bls. 845. Goðrúnarkviða (16. Þá grét Goörún Gjúkadóttir sva’t tár flugu »tresk« i gögnum, er.) 10. orð: tresk. ok gullu viö gæss í túni, mærir foglar es mær átti. Orðið »tresk« í erindi þessu skýrir Finnur ekki, en segir að eins: »Óvíst hvað sje«. — Sveinbjörn skýrir orðið »tresk« þannig, að það geti hugsast lýsingarorð í fleirtölu hvorugskyns, og lagi sig eftir tár í efri Ijóðlínu. »Tresk tár« þýðir hann síðan = lacrimae obstinatae, er merkir: mótstöðufull tár = tár, er örðugt veiti að fella (sbr. fyrra erindi, að Guðrún gat ekki grátið). Harmurinn hafði svo mjög oftekið hana. »En þá vantar andlag forsetningarorðsins: í gögnum«, bætir Sveinbjörn við, »og lítur helst út fyrir, að tresk sje þolfall af nafnorði karlkyns, er sje i nefnifalli treskr«. Getur Sveinbjörn siðan til, að hjer geti verið átt við þilgólf eða þreskÖld. Ljóst er það, að Sveinbjörn er í vafa. Fritzner er einnig óljóst, hvað »tresk« þýðir, en hyggur það helst vera lýsingarorð. í Corpus poéticum fullyrðir Guðbrandur Vig- fússon, að orðið »tresk« sje af útlendum upp- runa og komið til vor frá suðrænum þjóðum. Bendir hann á, að enn þá heiti hárfljetta í Ensku »fress« og Frakknesku y>tresse«. Auk þessa skýrir hann frá, að í Forn-Frönsku hafi orð þetta verið ritað »/resce« og er þá tresk þaðan komið (sbr. og treccia í Itölsku) og þrix = hár á Grísku. Hjer hefur því Guðbrandur leitt fram svo óhrekjanleg og skýlaus rök skilningi sínum til stuðnings, að tæplega verður andmælt. Landar vorir hafa oft verið fljótir til að gleypa við út- lendum orðum, sbr. Ægisif, paðreimur, pataldur og fl, sem öll eru afbökuð erlend orð. Þess vegna er ekkert nýstárlegt við það, þótt útlenda orðið »tresk« gæti smeygt sjer inn í Guðrúnar- kviðu. Ef 13.—16. erindi kviðunnar er lesið með at- hygli, þá sjest einnig glögglega, að orðið »tresk« hlýtur að merkja hár Guðrúnar. Gullrönd sviftir líkblæjunni af ásjónu Sigurðar. Guðrún lítur á, og er hún sjer höfuð (hugborg) Sigurðar hjörvi skorið, verður henni svo mikið um það, að hún hnígur »höll« og máttvana upp að sænginni (bólstri), en við það leysist hár (haddr) hennar upp, og fellur fram fyrir andlit henni. Blóðið stökkur nú fram í kinnar henni, er áður voru náfölar, en nú getur gráturinn einnig fyrst brot- ist fram í alveldi sínu, og streymir sem fossfall gegnum hárið (tresk), sem fallið hafði fyrir augu henni. Bólstr merkir = hægindi og sæng, sbr. Bolster í Dönsku. Enn fremur get jeg til styrkingar bent á það, að þeir Þórhallur biskup og Pálmi Pálsson hafa einnig talið »tresk« merkja = hár, lokkar, sbr. Goðasögur bls. 241.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.