Óðinn - 01.07.1931, Blaðsíða 10
58
ó ð i n;n
á alla lund og er svo enn í dag, stórt bú þeirra
hjóna og framfara og myndarbragur á öllu. Hús
öll hefur hann reist af nýju, ibúðar og útihús,
reisuleg og hentug. Fyrstur í sveit sinni hefur
hann leitt vatn inn í bæjarhús og komið upp
stórri rafmagnsstöð til alls sem heimilið þarf,
lýsingar, suðu og hitunar. Einnig mun hann
fyrstur hafa girt tún sitt með gaddavir nálægt
aldamótum og endurbætt þá girðing á síðari ár-
um. Túnið hefur hann stækkað og ræktað upp
stóra móa og mela, er áður voru órækt ein.
En satt er það, að í öllum búskaparfram-
kvæmdum sínum hefur Kristján átt ágæta að-
stoð og jafnoka sinn, þar sem er kona hans
Helga Bergsdóttir. Hefur hann auðvitað orðið
að dvelja langdvölum frá heimilinu og bústjórn-
in þá hvilt á herðum hennar, og hefur aldrei
skort á að hún væri þeim vanda vaxin, hvorki
um ráðdeild i búskapnum nje risnu á heim-
ilinu.
Helga er fædd 26. okt. 1866, dóttir Bergs
Einarssonar sem að framan er getið. Hann var
sonur Einars Bergssonar, en Bergur sá bóndi í
Brautarholti á Kjalarnesi og kominn i beinan
karllegg frá Bergi Sturlaugssyni í Brattholti í
Stokkseyrarhreppi, sem fæddur var 1682, var
söngmaður mikill og frá honum kominn mikill
ættbálkur, þar á meðal tónlistarmenn margir,
svo sem Sigfús Einarsson, þeir Pálssynir ís-
ólfur og bræður hans, síra Halldór á Beyni-
völlum o. fl.
Helga ólst upp hjá föður sínum og stjúpu,
Þorbjörgu Snorradóttur, sem andaðist hjer í
Beykjavík hjá syni sínum Kristjáni forseta Fiski-
fjelagsins, 9. seft. 1927, og hafði hún verið hin
mætasta kona og manni sfnum sainhent og
samboðin í öllu, greindarkona og fyrirmannleg
í allri framgöngu. Get jeg þessa hjer, því að
þegar hún fjell frá, var hennar að engu minst
opinberlega, þótt vel hefði mátt vera. Um Helgu
skal þess eins getið, auk þess sem áður er sagt,
að hún er göfug kona, einörð og hreinskilin,
en jafnframt manni sínum samhent um alla
gestrisni og mikla góðvild, sem á heimili þeirra
befur verið látin í tje og þaðan til margra flot-
ið, fleiri en jeg get leitt getum að.
Hún er stofnandi Kvenfjelags í Dýrafirði sem
»Hringur« heitir og hefur verið forstöðukona
þess frá byrjun og er það enn; er það líknar-
fjelag og hefur látið mikið gott af sjer leiða.
Þau Kristján og Helga hafa eignast fjögur
börn, sem öll eru á lífi.
1. Andrjes Friðrik, skipstjóri í Meðaldal, ó-
kvæntur.
2. Bergþóra, gift Ólafi bónda Hákonarsyni í
Haukadal.
3. Elísabet, gift Jónasi Halldórssyni skipstjóra
í Skildinganesi, bróður Páls skólastjóra.
4. Kristján Helgi, stýrimaður í Skildinganesi,
kvæntur Hlíf Magnúsdóttur Snæbjörnssonar
læknis í Flatey.
En auk sinna eigin barna hafa þau alið upp
mörg fósturbörn; ýmist alveg eða að nokkru
leiti. Kristján bróðir Helgu ólst upp hjá þeim
frá því hann var þriggja ára, er þau mistu
föður sinn; og frá barnsaldri ólust upp hjá þeim
Björn Jóhannsson kennari í Hafnarfirði, Unnur
Einarsdóttir, gift kona hjer í Reykjavík, og Frið-
rika Benónýsdóttir, sem enn dvelur hjá þeim,
en faðir hennar Benoný er sonur Stefáns og
Sigríðar Benónýsdóttur, sem að framan eru nefnd.
Ennfremur dvöldu langdvölum á hinu góða
heimili þeirra unglingar, sem nutu þar frama
og góðs uppeldis, auk þess sem þau ljetu ýms-
um nágrönnum margvíslega hjálp í tje, þegar
erfitt var og hart í ári.
Þótt tilhneigingar og hæfileikar Kristjáns hafi
ekki hnígið i þá átt að hafa mikil afskifti af
opinberum málum, hefur hann þó engan veg-
inn dregið sig þar heldur að öllu í hlje, en
bæði átt sæti í hreppsnefnd og unnið þar til
nytsemdar og stuðlað að menningarbrag sveitar
sinnar, og einnig haft áhuga fyrir landsmálum,
og að sjálfsögðu viljað leggja sinn skerf til sjálf-
stæðis og framfara þjóðarinnar.
Nýtur hann því og þau Meðaldalshjón virð-
ingar og ástsældar sveitunga sinna og allra er
til þeirra þekkja, sem óska að þau eigi enn
eftir langa og góða lítdaga, og blessun og farsæld
fylgi ávalt fyrirmyndarheimilinu þeirra; þar á
meðal óskar svo sá er þetta ritar, með þakk-
læti fyrir gamlar endurminningar.
K. D.
*
Glæpur og refsing (Raskolnikof). Síðara bindi þess-
arar heimsfrægu sögu er nú komið út. Fyrra bindið
kom út 1930. Pýðandinn er magister Vilhjálmur P. Gísla-
son. Petta er önnur sagan í safninu: Úrvalsrit heims-
bókmentanna. Sú fyrsta var Vesalingarnir, sem nú er
orðin hjer alpekt og vinsæl bók.