Óðinn - 01.07.1931, Blaðsíða 46
94
Ó Ð I N N
þarna nálega engar, að eins reytings-slægjur í
móum og mýradrögum suðaustur til heiðar, og
skilyrði ekki nein til engjabóta. Til þess að efla
búskap á þessari jörð varð þvi að snúast að
túnræktinni. Landgæði til beitar eru að vísu
góð þarna, en Friðrik var það ljóst í öndverðu,
að þeir vetur gætu komið og hlytu að koma
við og við, að sauðfje yrði beitt á gaddinn einan
saman, og þess vegna varð að skapa skilyrði til
aukinna fóðurbirgða, enda var hafist handa þegar
i stað, og hver tómstund notuð til þúfnasijett-
unar í túninu, er
svo var ógreið-
fært, að Friðrik
varð sumstaðar
að bera á það á-
burðinn á bak-
inu. Ekki Ijeku
þó örlögin dátt
við hann i upp-
hafi. — Á öðru
búskaparári hans
um hávetur, þeg-
ar Friðrik sjálf-
ur var við fjár-
gæslu úti við,
brann bærinn til
kaldra kola nema
skemma ein, er
bjargað varð. Grannar Friðriks buðu honum
vist hjá sjer það sem eftir var vetrar, og töldu
hann af þvi ráði að endurbyggja bæinn um
vorið og ílendast á þessum afskekta stað með
vegleysur á allar hliðar. En Friðrik fann, að
hjer beið ævistarfið og sigurlaunin. Hann sner-
ist þegar að því ráði að slá skyndiþiljum innan
í skemmu þá, er óbrunnin stóð, og í skemm-
unni hýrðist svo fólkið til vors. En þá var
kappsamlega tekið til húsagerðar. Og nú gefur
að líta þarna glæsilegt höfuðból, þar sem hibýli
öll og hlöður eru gerð úr timbri og steini nema
gamla skemman, sem stendur enn bæði til tninja
og til nytja. Og húsakynnin eru rúmgóð vel,
enda gerðist þess þörf, þegar stundir liðu. Nú
er gamla túnið alsljettað, en auk þess hefur
Friðrik numið og gert að grösugum töðuvelli
land, sem nemur 25 dagsláttum. Megnið af tún-
auka þessum eru þaksljettur unnar úr hæl-
þýfðum hraunmóum, þar sem víða þurfti að
ryðja grjóti á burt. En moldin er frjó og hlý,
Guðrún Halldórsdóttir.
og gefur því góðan ávöxt. Töðufall er þvi jafnan
mikið. Og þá búskaparhætti hefur Friðrik tamið
sjer frá upphafi, að eiga ávalt margra ára fyrn-
ingar til tryggingar fjenaði sínum.
Eitt saman þetta er stórvirki í nýju landnámi
þjóðar vorrar. En samhliða þessu hafa þau
hjónin eignast 10 börn, sem öll eru á lífi, flest
uppkomin og hin mannvænlegustu, enda hefur
ekki verið til þess sparað af hálfu foreldranna,
að láta þau njóta náms og menningar bæði nær
og fjær. Samtök foreldra og barna, vinnusemi
og vinnugleði
hafa jafnan hald-
ist í hendur á
þessu heimili. Og
ennþá er þó eitt
eftir ótalið, sem
ef til vill er
merkilegast í
landnámssögu
þessara hjóna.
Þau hafa ekki
unnið sköpunar-
starf sitt fyrir
lánsfje og þau
skulda ekki
nokkrum manni
eða stofnun eyr-
isvirði. Og hús-
freyjan er á sínu sviði jafn frábær um dugnað
og hagsýni. Ekki skortir þó rausn til handa
hverjum þeim, er að garði ber.
Friðrik er meðalmaður á hæð og þrekinn
meira en í meðallagi. Lítið lætur hann yfir sjer,
en er þó að öllu hinn drengilegasti. Og hið sama
er um húsfreyjuna að segja. —
Þegar ferðamaðurinn hefur klöngrast yfir
Presthólahraun og kemur í námunda við Efri-
hóla, getur að líta reisuleg, hvítmáluð hihýlin
með víðlenda, gjöfula túnið umhverfis. Og mjall-
hvítar steinhlöður auka á svipinn. Ferðamann-
inum verður Ijóst, að innan vjebanda þessara
híbýla og umhverfis þau hefur dafnað sá gróð-
ur, sem er í ætt við gróðurinn þann, er leitað-
ist við að klæða fjallið — og tókst það.
B. B.
Friðrik Sœmundsson.
Ríkisprentsmiðjan Gutenberg.