Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Blaðsíða 2
af túnum1, engi2, beitilandi og afrjettarlandi3, skóglandi4,
óbyggðum eyjum og landskikum, brennisteinsnámum5,
fjörum og rekum6, þegar það er sjerstök eign, sem ekki
fylgir neinni jörð, sömuleiðis af þrætulöndum, eyðijörð-
um, þurrabúðarlóðum7 og kaupstaðarlóðum8.
2. Skattinn geldur sá, sem á jörðinni býr eða hefur
hana til afnota. f>egar fleiri ábúendur en einn eru á
sömu jörð, geldur hver þeirra ábúðarskatt af þeim
jarðarparti, sem hann hefur til ábúðar, og ef þeir hafa
ábúðina í sameiningu, gjalda þeir skattinn í sameiningu.
Af öðrum jarðeignum á sá að gjalda skattinn, sem
hefur jarðeignina til afnota, og ef fleiri en einn nota
sömu jarðeignina, geldur hver þeirra skattinn af henni
í hlutfalli við afnot sín. Af jarðeignum, sem notaðar
eru af heilu sveitarfjelagi, virðist ábúðarskatturinn eiga
að greiðast úr sjóði hlutaðeigandi sveitarfjelags9. Af
eyðijörðum, sem enginn notar, verður enginn ábúðar-
skattur heimtaður.
3. Skatturinn er 2/5 álnar á landsvfsu af hverju
jarðarhundraði, og þá sjálfsagt að tiltölu af tugabrot-
um úr hundraði, þ. e. af 0,9 hndr. er skatturinn 9/25
álnar, af 0,8 hndr. 8/25 álnar o. s. frv.
4. pegar er búið er að reikna út upphæð skatts-
ins f álnum, skal reikna álnatalið til peninga eptir með-
1) Jarðabókin frá 1861, bls. 43—44.
2) sst. bls. 48.
3) sst. bls. 53, 67, 116, 123.
4) sst. bls. 48.
5) sst. bls. 127.
6) sst. bls. 57, 94, 109, 129.
7) sst. bls. 46.
8) sst, bls. 44, 79, 84, 113.
9) Sem dæmi upp á slíkar jarðeignir má nefna Hliðarhús við Reykja-
vík og útjörð kaupstaðarins, Eyri við Skutulsfjörð og lóð ísafjarðar-
kaupstaðar, lóð Akureyrarkaupstaðar.