Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Blaðsíða 74
210
þegar þeir eru lagðir saman. Eins og taflan bendir
á, þá eru tölurnar í þriðja dálkinum allar of lágar, og
minni eignir, en þar eru taldar, getur engin sýsla átt.
þetta er byggt á tekjuskatti af eign, en þess ber að
gæta, að tekjur af eign eru skattfrjálsar, ef þærnema
ekki 50 kr.; eptir það er skatturinn 1 kr. af hverjum
25 kr., en því er jafnan sleppt, sem umfram er. Sá
sem hefur 124 kr. í tekjur, hann greiðir í skatt 4kr.,
eða eins og hann hefði að eins hundrað krónur; þess-
ar 24 kr. eru ekki taldar með hjer í töflunni, heldur
er það að eins 100 kr., sem taldar eru hjer. það var
ekki hægt fyrir mig, að gjöra við þessu, þegar jeg
dró eignarskattinn út úr reikningum sýslumanna, því
margir af reikningunum bera ekki með sjer, af hvaða
upphæðum tekjuskattur af eign er talinn, heldur gefa
þeir að eins upp, hve háan skatt hver einstakur mað-
ur hafi greitt. Og þeir, sem hafa tekjur af eign minni
en svo, að þær nemi 50 kr., eru ekki nefndir. þ>etta
mun samt færast í lag með tímanum, þegar reikningarnir
hafa allir fengið sama form.
En það má laga skýrsluna um eignir nokkuð.
Skatturinn hvílir á eign, og þessi eign eru jarðir þær,
sem einstakir menn eiga. f>ess hefur verið getið áð-
ur, að bændaeignin mundi hjerumbil vera 60000 hndr.
í jörðu, og sje hundraðið sett upp og niður á 100 kr.,
verður öll bændaeignin á landinu 6 millíónir króna.
í>á eru þó enn ótalin skuldabrjef, hlutabrjef o. s. frv.,
sem hjer ætti að bæta við, svo að öll þessi eign vex
töluvert yfir 6 mill. kr., en hve hátt, það verður ekki
sagt með neinni vissu.
Hvað húseignirnar snertir, þá eru þær miklu nær
því rjetta, en bæði eignin og lausafjárframtalið. Reynd-
ar erþar sleppt öllum húsum, sem lögin um húsaskatt
14. des. 1877, 2. gr., taka undan, en það eru „kirkjur
allar, skólar, sjúkrahús og öll önnur hús, sem eru