Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Blaðsíða 5
lögum, þá virðist það auðsætt, að ef lögin hefðu ætl-
azt til, að telja skyldi fram til tíundar aðrar tegundir
lausafjár, en þær, sem venja var að tíunda áður en lögin
komu út, þá*"hefði verið nauðsynlegt, ekki einungis að
taka það berlega fram, heldur einnig að mæla fyrir um,
hvernig ætti að leggja þær í tíund. En þar sem lögin
að eins nefna fjenað og skipastól sem tíundbæran, og
ekki segja fyrir um, hvernig leggja skuli aðrar teg-
undir lausafjár í tiund en þessar tvær, þá virðist ljóst, að
lögin ætlast til, að þær einar sjeu tíundbærar. En að
því er kemur til þessara tveggja lausafjártegunda, þá
eru fyrirmæli laganna bæði um það, hver fjenaður og
hver skip sjeu tíundbær, og um það, hvernig eigi að
leggja fjenað og skip í tíund, í mörgum greinum svo
frábrugðin hinum eldri ákvörðunum um það efni, að
þær hljóta að vera að öllu leyti úr gildi fallnar, og með
því að enn fremur allt virðist benda á, að þessi fyrir-
mæli laganna eigi að vera úttæmandi, þá verður ekki
betur sjeð, en að lögin ætlist til, að einungis sá fjen-
aður og sá skipastóll, sem þau nefna, sje talinn fram
til tíundar.
Samkvæmt þessu virðist ekki eiga að greiða
skatt þann, sem hjer um ræðir, af öðru lausafje en
því, sem talið er í 2. og 3. gr. hinna nýju tíundarlaga,
það er:
a, af þessum nautpeningi: öllum*kúm og kvígum, af
geldneytum, tvævetrum og eldri, og af griðungum,
sem eru eldri en tvævetrir;
b, af öllum sauðfjenaði* 1, veturgömlum og eldri, nema
hrútum ;
heldur hlýtur meiningin eptir sambandinu að vera sú, að allt tíund-
bært lausafje skuli fram talið afdráttarlaust.
I) I reglugjörð fyrir hreppstjóra 29. aprílmán. 1880, 41. gr., er gjört
ráð fyrir, að geitfje skuli talið fram til tíundar, og lagt í tíund