Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Blaðsíða 41
hefur raskað hjónabands-sambúðinni, einkum ef hið
framliðna auðsjáanlega hefur fyrirgefið hinu brot-
lega; þó má ekki veita leyfið, fyr en ár er liðið frá
þvi, að hið framliðna andaðist.
Að öðrum kosti fæst slíkt leyfisbrjef ekki nema
með sjerstökum konungsúrskurði.
Borgunin er 33 kr. 66 a.
3. Leyfisbrjef til algjörðs hjónaskilnaðar.
a. J>egar hjón hafa verið skilin að samvistum árum
saman, án þess þó að hafa samið um það fyrir fram
á formlegan hátt.
b. J>egar hjón hafa verið skilin að borð og sæng í 3
ár annaðhvort samkvæmt leyfisbrjefi eða samkomu-
lagi fyrir sáttanefnd, og annað hjónanna mótmælir
hjónaskilnaðinum, eða þau ekki geta orðið ásátt
um skilnaðarskilmálana. Leyfið veitist ekki, ef það
þykir ísjárvert vegna framfærslu barnanna, og trauð-
lega heldur, ef það hjónanna, sem mótmælir hjóna-
skilnaðinum, sýnist vera fúst á að endurnýja hjóna-
bandssambúðina, og allar líkur eru til, að það sje
einlægur og hreinskilinn vilji þess, en ekki þrái
eða stríðni. Ef það er maðurinn, sem beiðist skiln-
aðar móti vilja konunnar, og hún ekki hefur gefið
tilefni til þess, að þau skildu að borð og sæng, er
honum jafnaðarlega gjört að skyldu, að láta henni
í tje sama framfærslustyrk, eins og meðan þau
voru skilin að borð og sæng, þangað til hún giptist
aptur.
c- Þegar annað hjóna er dæmt í hegningarvinnu í 3
ár eða lengur, og hitt, sem beiðist skilnaðar, hefur
ekki átt neinn þátt í afbroti hins dómfellda, og að
öðru leyti hefur hegðað sjer siðsamlega. Leyfið
veitist, þótt hið dómfellda mótmæli hjónaskilnað-
inum.
í*egar annað hjóna hefur orðið vitstola, og vitfirr-
Tímarit hins íslenzka bókmenntafjelags. I. 12