Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Blaðsíða 49
i»5
frá 400 kr. allt að 1000 kr................5kr. „
yfir 1000 — ...........................6— „
Fyrir að taka mann fastan ber að greiða 6 kr., og ef
fjármunir eru jafnframt kyrrsettir, ber að greiða fyrir
það, svo sem áður segir. Ef gjörðinni ekki er lokið
þann dag eða þá nótt, sem hún var byrjuð, annað-
hvort vegna þess, hve yfirgripsmikil hún er, eða af
því að beiðandi krefst, að henni sje frestað, skal borga
í viðbót sama gjald, og áður segir, fyrir hvern dag
sem gjörðinni er haldið áfram lengur en 4 klukkutíma,
en ef ekki fara meira en 4 klukkutímar til að halda
gjörðinni áfram, skal aðeins borga hálft gjald í viðbót
í hvert skipti. Ef gjörð, sem hefði mátt ljúka á ein-
um degi, er frestað af einhverjum ástæðum, sem máls-
partarnir ekki eiga neinn þátt í, t. a. m. vegna ann-
ara embættisanna fógetans, hækkar gjaldið ekki fyr-
ir þann frest. Ef gjörð er haldið áfram lengur en 8
klukkutíma í sífellu, skal greiða í viðbót fyrir þann
tíma, sem fram yfir er, hálft gjald, ef hann ekki er
lengri en 4 klukkutímar, en annars fullt gjald. Ef fjár-
náms er beiðzt eptir fleirum en einum dómi, sátt eða
úrskurði hjá sama manni, ber að greiða fjárnámsgjald
fyrir hverja gjörð um sig; hið sama er og, ef fjárnám
er gjört eptir sama dómi, sátt eða úrskurði hjá fleir-
um en einum manni, og þeir ekki eru sameigendur
þess, sem fjárnám er gjört í.
2. Sömu borgun, sem fyrir að gjöra kyrrsetning
eða forboð, ber að greiða fyrir að nema gjörðina apt-
ur úr gildi.
3. F'yrir rannsóknargjörð eptir beiðni einstakra
manna ber að greiða 66 a. Sama gjald ber að greiða
fyrir rannsókn á styrkleika brennivíns og vínanda, sbr.
lhbr. 23. maí 1876.
4. F'yrir að bera mann út af jörð eða úr húsi
eða bera mann inn á jörð eða í hús ber að greiða 2 kr.