Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Blaðsíða 118
254
Nokkur orð um vegina.
Eptir Berg Tliorberg, amtmann.
Eitt af því, sem allir hafa verið samdóma um að
þyrfti mikilla endurbóta við hér á landi, eru vegirnir,
en lítið heíir verið gjört til þess að koma þessum end-
urbótum fram fyrri en nú 5 síðustu árin eptir að lögin
um vegina á íslandi 15. október 1875 náðugildi. Að visu
hafa lengi verið til lagaákvarðanir um vegabætur, svo
sem Jónsb. Llb. 44. kap. og réttarbót Eiríks konungs,
sem þar við er tengd, og frá 18. öldinni konungsbréf
29. april 1776. Eptir Jónsbók áttu vegirnir að vera
5 álna breiðir, og eptir konungsbréfinu 6 álna breiðir;
en landið fékk hvorki 5 álna né 6 álna breiða vegi
þrátt fyrir þessar ákvarðanir; því þar til vantaði hið
nauðsynlega skilyrði, afl þeirra hluta, er gjöra skal,
þar sem eigi hafði verið lagt neitt fé til vegagjörðanna,
heldur ætlazt til, að þær eingöngu skyldu framkvæm-
ast með skylduvinnu, en sú skylduvinna, sem fengizt
gat, var ónóg, og fyrirkomulagið ekki vel fallið til þess,
að árangurinn yrði mikill.
Með tilskipun 15. marz 1861 var nú gjörð alvar-
leg tilraun til að koma vegamálinu í betra horf, og
má ekki segja, að sú tilraun hafi orðið með öllu ár-
angurslaus, en þó voru þau 15 ár, sem tilskipun þessi
stóð óbreytt, nægilega langur reynslutími til að sýna,
að eigi mundi auðið, með því fyrirkomulagi, sem þar
var fyrir skipað, að fá viðunandi vegi í landinu. Eins