Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Blaðsíða 55
eru boðnir upp á sama uppboðsþingi, eða sama fast-
eignin er boðin upp í fleiru en einu lagi, ber aðeins
að greiða gjald fyrir tvö árangurslaus uppboð, en selj-
ist svo mikið af þessum fjármunum á uppboðsþinginu, að
sölulaunin af því, sem selst, nemi 12 kr., á ekki að greiða
neitt að auk fyrir árangurslaust uppboð; nemi sölu-
launin af því, sem selst, ekki fullum 12 kr., ber ekki
að greiða fyrir árangurslaust uppboð meira en svo, að
gjaldið verði alls 12 kr. pegar verzlunarvörur eru
seldar við uppboð í hópakaupum, sbr. 1. b, ber að
greiða 16 aura fyrir hvert uppboðsnúmer, sem ekki
selst; ef að sölulaunin af því, sem selst, og gjaldið
fyrir árangurslaust uppboð ekki nemur samanlagt 4 kr.,
ber samt að greiða 4 kr. fyrir uppboðið.
3. Fyrir að semja og rita uppboðsauglýsing
greiðist 50 a., og fyrir hvert eptirrit af uppboðsaug-
lýsingunni 16 a.; en hlutaðeigendur geta samt sjálfir
ritað eptirritin, ef þeir vilja það heldur.
4. Fyrir að gefa út uppboðs-afsalsbrjef fyrir fast-
eign ber að greiða 2 kr. ef uppboðsandvirðið ekki
nemur meiru en 2000 kr., 4 kr. efþað nemur meiru en
2000 kr. en ekki meiru en 6000 kr., og 6 kr. ef það
nemur meiru en 6000 kr.
5. Ef að uppboð er kallað aptur, eptir að búið
er að biðja um það og auglýsa það, ber auk auglýs-
ingargjalds að greiða 1 kr.; en ef uppboðið er byrjað,
ber auk auglýsingargjalds að greiða 4 kr.
6. Fyrir eptirrit eptir uppboðsbók greiðist sem
fyrir önnur eptirrit, sjá A 5, og fyrir að staðfesta upp-
boðsreikning greiðist 2 a. fyrir hvern lið, ef þeir eru
fjórir eða fleiri, en annars 8 a. alls.
7. Fyrir undirboð greiðast sömu gjöld sem fyrir
uppboð.