Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Blaðsíða 12
148
á haustin og í kaupstöðunum á fundi, sem haldinn
skal í októbermánuði og boðaður hefur verið fyrir
fram á tíðkanlegan hátt, eiga nefndir þessar að taka
á móti skýrslum gjaldanda um tekjur þeirra. Nefndin
þarf samt ekki að fara eptir skýrslum þeim, sem henni
þykja tortryggilegar, heldur getur hún leitað nákvæm-
ari skýrslna, og ákveðið síðan tekju-upphæðina eptir
því, sem hún veit sannast og rjettast; á sama hátt
kveður nefndin á um tekjur þeirra, sem enga skýrslu
hafa gefið áður en skattanefndin semur skrá sína.
Skrár skattanefndanna eiga að liggja frammi frá i.til
15. nóvembermán., í kaupstöðunum í bæjarþingsstof-
unni, og í sveitum á stað, sem er hentugur fyrir hrepps-
búa og birtur hefur verið á kirkjufundum; geta gjald-
endur þar kynnt sjer skrárnar, og ef einhver er óá-
nægður með tekjuupphæð þá, sem honum er gjörð,
getur hann borið sig upp við skattanefndina, og verð-
ur hann að gjöra það brjeflega og koma kærunni til
formanns skattanefndarinnar fyrir 15. nóvembermán.;
annars verður henni ekki gaumur gefinn. Skattanefnd-
in boðar síðan kæranda á fund með sjer, og leggur
úrskurð á kæru hans fyrir 1. desember. Sje kærandi
óánægður með úrskurð skattanefndarinnar, getur hann
skotið honum til yfirskattanefndarinnar í sýslunefndar-
umdæmi því eða kaupstað, þar sem hann á heimili.
Kæran til yfirskattanefndarinnar verður að vera brjef-
leg og ástæður færðar fyrir kærunni; sje hún ekki
komin til oddvita yfirskattanefndarinnar fyrir nýár,
verður henni ekki sinnt; ekki verður heldur neinum
kærum til yfirskattanefndar sinnt, nema áðurhafi kært
verið fyrir skattanefnd. Yfirskattanefndin leggur fulln-
aðarúrskurð á kæruna innan febrúarmánaðar loka og
skýrir kæranda tafarlaust frá málalokum.
í tekjuskattslögunum er þess ekki getið, að yfir-
skattanefndunum sje ætlað annað starf en að leggja