Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Blaðsíða 26
marz 1849. Grjaldið skal greitt i hvert skipti semeig-
andaskipti verða að fasteign, hvort heldur hún er seld
og keypt, gefin, lögð skuldheimtumanni upp í skuld,
látin í skiptum fyrir aðra fasteign með milligjöf, eða
afsöluð á annan lögmætan hátt, t. a. m. með prófentu-
samningi; aptur á móti verða ekki í raun rjettri eig-
andaskipti, þó maður fái fasteign með konu sinni, eða
þó því hjóna, sem lengur lifir, sje lögð út fasteign
upp 1 búshluta þess á skiptum eptir hið framliðna, og
ber því ekki að greiða neitt afsalsgjald, þegar svo á
stendur. J>egar maður eignast fasteign að erfðum eða
dánargjöf, er gjald það, sem hjer um ræðir, fólgið í
erfðagjaldi þvi, sem hann á að lúka.
2. Upphæð gjaldsins er x/2 af 100 hverju í verði
fasteignarinnar. þ>egar fasteign er seld og keypt, ber
að greiða gjaldið af kaupverðinu, og sje svo um sam-
ið, að í stað kaupverðs skuli að nokkru eða öllu leyti
koma árgjald í peningum eða landaurum, þá skal meta
þann hlutann, sem áskilinn er í árgjaldi, til kaupverðs
þannig, að ef árgjald er áskilið í 25 ár eða lengur, sjeu
hveijar 4 kr. í árgjaldi jafngildi 100 kr. í kaupverði,
en ef árgjaldið er áskilið um skemmri tíma, skal telja
árgjaldið samanlagt fyrir öll árin sem kaupverð, og ef
árgjaldið loks er áskilið æfilangt, skal telja það, sem
væri það áskilið í 5 ár. Sje árgjald áskilið í landaur-
um, skal meta þá til peninga eptir gangverði. Nú kaupir
maður fasteign og fylgir lausafje með í kaupinu, t. a. m.
búsgögn og skepnur með jörð, eða áhöld, vörubirgðir,
útistandandi skuldir og því um líkt með verzlunarhús-
um, og skal þá greiða afsalsgjald af öllu kaupverðinu,
sbr. rkbr. 15. desember 1838 og 18. apríl 1840. peg-
ar fasteign er látin í skiptum fyrir aðra fasteign og
skipt að sljettu, skal ekki greiða neitt gjald, en ef gefið
er í milli, skal greiða afsalsgjald af milligjöfinni; sje
milligjöfin að nokkru eða öllu leyti fólgin í árgjaldi,