Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Blaðsíða 46
182
mál að aðalefninu til, þó það alls eig'i sje gjört eða
að eins að nokkru leyti í dómi þeim, sem áfrýjað er.
Borgunin er 15 krónur.
D.
Leyfisbrjef, sem veitt eru með sjerstökum konungs-
úrskurði.
Eins og vikið er á hjer að framan, veitir kon-
ungur þau leyfi og undanþágur undan lögum, sem
tíðkuðust áður en stjórnarskráin öðlaðist lagagildi.
Hjer verða því ekki talin öll þau leyfisbrjef, sem sam-
kvæmt þessari heimild kunna að verða gefin út með
sjerstökum konungsúrskurði í hvert skipti fyrir borg-
un1, en að framan (sbr. A 8, B 2 og B 3) eru þegar
nefnd nokkur slík leyfisbrjef, og má enn fremur nefna
sem algengust þessi:
1. Leyfisbrjef til að nota óviðkomandi prest.
2. Leyfisbrjef fyrir andlegrar stjettarmenn til að
ganga að eiga kvennmann, sem dður hefur orðið brot-
leg í legorði.
3. Uppreist fyrir prestsekkjur, sem hafa gjörzt
brotlegar í legorði, til þess að þær eins fyrir því megi
verða aðnjótandi prestsekkna-rjettinda.
Borgunin fyrir öll þessi leyfisbrjef er 33 kr. 66 a.
XI.
Aukatekjur.
Gjöld þau, sem nefnd eru aukatekjur, eru borg-
un fyrir einstök embættisverk, sem áður fyrri að mestu
leyti rann til embættismanna þeirra, er hlut áttu að
máli, sem partur af launum þeirra, en sem nú sam-
kvæmt lögum um laun sýslumanna og bæjarfógeta 14.
desember 1877, 1. gr., rennur í landssjóð.
I) Mörg slík leyfisbrjef eru gefin út ókeypis, svo sem uppreist á æru,
sbr. tilsk. 12. marz 1870, uppreist til prestskapar o. fl.