Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Blaðsíða 106
242
pað þarf nú ekki að eyða orðum að því, hver
apturför verið hafi i högum landsins á þessum rúmu
ioo árum frá 1655 til 1760. Auk annars ber höfuð-
bókin með sér, hversu margir auðmenn hér voru þá
(1655), sem áttu fl á vöxtum í verzlumnni, t. d. í einni
Húsavikur verzluninni: Magnús lögmaður Bjömsson,
f orlákur biskup Skúlason, Björn Pálsson, þorbergur
Hrólfsson, Markús Björnsson, Hrólfur Sveinsson, Niku-
lás Einarsson, og þessu líkt við hverja verzlun á land-
inu. Var þessi apturför hvergi nærri eingöngu hörð-
um árum, umbrotum náttúrunnar eða bólunni að kenna,
heldur jafnframt verzluninni, sem stórum versnaði með
hinum síðari töxtum, sem jafnan fylgdu hveiju nýju
verzlunar einkaleyfi, sér í lagi landtaxtanum frá 1 o. apr.
1702. Félögin þóttust liða halla, biðu hann og einnig
á stundum, og var þá hinu ákveðna verðlagi ávalt
kent um, þó það væri í raun og veru alt öðru að
kenna, og þá sér í lagi hinu óeðlilega verzlunarlagi.
Og er það ekki ómerkilegt, að hvorirtveggja kvörtuðu
yfir töxtunum, bæði landsbúar og verzhfnarfélögin.
Umkvartanir landsbúa finnast víða í lögþingisbókunum
bæði um taxtana í sjálfum sér, og um það, að kaup-
menn ekki fylgdu þeim, að of lítið af matvöru væri
aðflutt, að hún væri ekki nægilega vönduð, að vikt og
mælir væri rangur o. s. frv. (sbr. lögþingisbækur 1627,
nr. 1; 1691 nr. 44; 1633, nr. 4—5; 1661, nr. 42; 1693,
nr. 54; 1631, nr. 5; 1637, nr. 43; 1643, nr. 4; 1656, nr.
54; 1686, nr. 45; 1647, nr. 6; 1653, nr. 16, og víða á
18. öld). En verzlunarfélögin voru nær aðsetri stjórn-
arinnar, og hún hafði sin gjöld af verzluninni. það
var því ekki kyn, þótt töxtunum væri breytt verzlun-
inni en ekki íslandi í hag, og þannig skeði það, að
taxtarnir ávalt versnuðu fram á daga Friðriks V. En
höfuðapturförin lýsir sér í þessu: landsbúar keyptu
meira af aðfluttum varningi, þótt færri væru að töl-