Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Blaðsíða 63
199
un til Danmerkur, að Kaupmannahöfn undanskilinni,
má hljóða um meira en iookr., og engin póstávís-
un til Kaupmannahafnar um meira en 200 kr.
Allt burðargjald og ábyrgðargjald, sem borgað
er hjer á landi undir póstsendingar milli íslands og
Danmerkur, rennur í landssjóð, og sömuleiðis burðar-
gjald undir böggla, sem sendir eru með póstum inn-
anlands, þó það sje borgað i Danmörku; hins vegar
rennur allt burðargjald, sem borgað er í Danmörku,
í rikissjóð, og sömuleiðis utanríkis burðargjald undir
böggla, þó það sje borgað hjer á landi. Gjald undir
póstávísanir milli Reykjavíkur og Danmerkur rennur
hálft í landssjóð og hálft í ríkissjóð, hvort sem það er
borgað hjer á landi eða í Danmörku.
C.
Burðareyrir milli íslands og ríkja þeirra, sem eru í
allsherjar póstsambandinu1.
Auglýsing 14. febrúar 1876 og 15. apríl 1879.
1. Burðareyrir undir laus brjef:
a. Undir venjuleg brjef:
Þegar burðargjaldið er að fullu borgað fyrir
fram, er það 20 a. fyrir hver 3 kv. eða minna,
sem brjefið vegur, ella tvöfalt.
b. Undir spjaldbrjef 10 a., og tvöfalt, ef burðargjald-
ið ekki er að fullu borgað fyrir fram.
c. Undir prentað mál allt að 4 pundum, sýnishorn
af varningi og snið allt að 50 kvintum, sem og
alls konar skjöl, sem ekki verða heimfærð undir
sendibrjef manna á milli, allt að 4 pundum, 5 a.
fyrir hver 10 kv., en þó aldrei minna en 10 a.
1) Póstsamband þetta var gjört á fulltrúastefnu í Bern 9,jjoktóber
187-1, og eru i því öll lönd i Norðurálfunni og mörg rílci i hin-
um heimsálfunum, þar á meðal Bandaríkin og lönd Breta i Vestur-
heimi.