Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Blaðsíða 27
skal það metið til afsalsgjalds, svo sem fyr segir. f>eg-
ar fasteign er gefin í lifandi lífi, skal meta hana til
verðs i gjafabrjefinu eða í áteiknun á það, og skal
greiða afsalsgjald af matsverðinu.
3. Gjaldið skal greitt, áður en heimildarskjalið
fyrir fasteigninni er þinglesið, hvort heldur heimildar-
skjalið er kaupbrjef, gjafabrjef, jarðaskiptabrjef, pró-
fentusamningur eða hvaða afsalsbrjef sem er, ogmega
sýslumenn og bæjarfógetar ekki taka á móti neinu
skjali til þinglesturs, nema afsalsgjaldið sje borgað.
Hins vegar kemur afsalsgjaldið ekki í gjalddaga fyr en
heimildarskjalið er afhent til þinglesturs, enda er það
eptir íslenzkum lögum þinglestur, eða þegar heimild-
arskjal er bókað fyrir fram í afsals- og veðbrjefabæk-
urnar, bókun þess, sem veitir eignarheimildina, sbr.
tilsk. 24. april 1833, 4. gr. og opið brjef 28. apríl 1841,
2. gr.; í lhbr. 20. marz 1877 er Þ° fylgt fram annari
skoðun.
VII.
Aðflutningsgjaltl.
A.
Aðflutningsgjald af áýengum drykkjum.
Aðflutningsgjald af áfengum drykkjum var lög-
leitt með tilsk. 26. febrúar 1872, lögum 11. febrúar
í876 og lögum 7. nóvember 1879, smbr. lög 24. ágúst
'877 og rhumbbr. 15. marz 1873.
1. Af áfengum drykkjum, sem flytjast1 hjer til
landsins, ber að greiða aðflutningsgjald þannig:
a. Af alls konar öli, hverju nafni sem það nefn-
íst, og hvort sem það verður talið með áfengum drykkj-
um eða ekki, sem og af ölextrakt, sbr. lhbr. 15. júlí
1) Hið sama er og um áfenga drykki, sem bjargað er af skipstrandi,
sbr. lög um skipströnd 14. janúar 1876, 16. gr.