Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Blaðsíða 97
233
eður í núverandi krónumynt, með 5 fyrir margfald-
ara1 kr. 1,453.332,16 — 41592,12.
í>að er að skilja: viðskiptaupphæð landsbúa við verzl-
unarfélag Kaupmannahafnar-félagsins 1655, að með-
reiknuðum vöruforða i árslok og kaupstaðarskuldum,
nam, eptir núverandi peningaverði . . kr. 1,453,332,16,
og af því voru kaupstaðarskuldir ... — 41592,12.
Útflutti varningurinn var, eins og nú, mjög ómarg-
brotinn, lítið annað, en
1, harðfiskur (Grobfisch),
2, saltfiskur,
3, kjöt,
4, tólkur,
5, skinn,
6, fiður (enginn dúnn),
7, vaðmál
8, sokkar
9, vetlingar
10, lýsi, og loks
11, smjör.
Eptir því sem næst verður komizt — þar eð sumir
útfluttir farmar eru að eins tilfærðir með söluverði, en
bætt við, að farmurinn hafi haft vaðmál, sokka, og
smjör inni að halda — mun hafa verið útfluttar að
minsta kosti 7—800 tunnur smjörs, hver á 213 pund
auk umbúða, eður 150000 til 170000 pund. Smjörið
var flutt bæði til Amsterdam og Lúbeck, og hefir því
hlotið að vera gjaldgeng vara. Af kjötinu var nokk-
uð nautakjöt. þetta sýnir strax, að kúabú og nauta-
rækt hefir verið miklu meiri þá en nú ; sauðfjárrækt
að líkindum minni og sjávarútvegur sömuleiðis..
| ekki eitt óunnið ullarpund,
I) Eins og gefur að skilja, margfalda eg elcki dalina með 5, heldur
hverja 64 sk. með 5, og deili svo með 48 til þess að fá út lcrónu-
töluna.